Fagháskólar í Svíþjóð

Videregående erhvervsuddannelse i Sverige
Hér er greint frá inngönguskilyrðum í fagháskólanám og muninum á því og öðru námi í sænskum háskólum.

Fagháskólanám

Fagháskólamenntun er nefnd „YH-utbildning“ í Svíþjóð. Fagháskólamenntun byggist á fræðilegu námi og hagnýtu starfsnámi á vinnustað. Starfsnámið er kallað  Lärande i arbete (LIA)  og er mikilvægur þáttur í náminu.

Fagháskólanám er að minnsta kosti eitt ár og lýkur með fagháskólaprófi. Námi sem er tvö ár eða lengra lýkur með fagháskólaprófi með starfsréttindum. Um er að ræða viðurkennt og gæðatryggt nám í Svíþjóð sem flest fyrirtæki þekkja.

Boðið er upp á fagháskólanám í starfsgreinum þar sem þörf er á vel menntuðu starfsfólki. Innihald námsins byggir á þekkingu sem skapast hefur við framleiðslu á vörum og þjónustu. Markmiðið er að nemendur hefji störf eða stofni eigið fyrirtæki strax að loknu námi. Inntak og námsbrautir fagháskólanámsins fara eftir þörfum vinnumarkaðarins.

Menntastofnanirnar eru ýmist reknar af einkaaðilum eða yfirvöldum. Allt háskólanám er viðurkennt af  Myndigheten för Yrkeshögskolan  og hefur það reglubundið eftirlit með náminu. Námið er rekið í samstarfi við atvinnulífið.

Nám á vegum fagháskóla

Nám á vegum fagháskóla er sett saman út frá þörfum atvinnulífsins. Nám að loknum framhaldsskóla veitir undirbúning fyrir störf í til að mynda byggingariðnaði, upplýsingatækni, landbúnaði, fjölmiðlun, heilbrigðisgeira, tæknigreinum, ferðaþjónustu, veitingagreinum og fjármálageira.

Fagháskólanám er í ýmsum starfsgreinum og um alla Svíþjóð. Nánari upplýsingar um hin ýmsu  menntasvið og menntastofnanir  á vefsíðu Yrkeshögskolan.

Inntaka í fagháskólanám í Svíþjóð

Inntaka í fagháskólanám krefst ákveðins undirbúnings. Sú krafa á við um allt fagháskólanám en mikilvægast er að lagt sé mat á hvort þú hafir nauðsynlegan undirbúning fyrir námið.

Inntökuskilyrði

Þú uppfyllir inntökuskilyrði og ert nægilega undirbúin/n ef þú uppfyllir einhver eftirfarandi atriði:

  • Þú ert með prófskírteini frá opinberri eða sérhæfðri námsáætlun á framhaldsskólastigi með hið minnsta lægstu einkunn (fullnægjandi).
  • Þú ert með prófskírteini frá framhaldsskólamenntun fyrir fullorðna með hið minnsta lægstu einkunn (fullnægjandi).
  • Þú ert með sænska eða erlenda menntun sem samsvarar kröfum sem getið er í 1. eða 2. lið.
  • Þú býrð í Danmörku, Finnlandi, Íslandi eða Noregi og uppfyllir inntökuskilyrði í sambærilegt nám.
  • Þú hefur starfsreynslu með sænska eða erlenda menntun eða hefur af öðrum ástæðum forsendur til að nýta þér námið.

Inntökuskilyrði taka ekki eingöngu til formlegs vitnisburðar heldur einnig til raunfærni umsækjanda.

Sérstakar kröfur um undirbúning

Meirihluti fagháskólanáms krefst nauðsynlegs undirbúnings sem felst í því að þú hafir lesið tilteknar námsgreinar eða hafir starfsreynslu þegar þú sækir um inntöku í námið. Nánari upplýsingar að finna undir hverri námsbraut í leitarkerfi á vefsíðunni  Yrkeshogskolan.se .

Munur á fagháskólum og öðrum háskólum

Það er töluverður munur á námi við fagháskóla og námi við aðra háskóla. Helsti munurinn er eftirfarandi:

Fagháskóli

Árafjöldi fram að prófi: 1-2

Starfsmiðað nám: Já

Fræðilegt stig: Meðalhátt

Kennslustundir á viku: 18

Tengsl við atvinnulífið: Mikil tengsl

Starfsnám á vinnustað: Já

Háskóli

Árafjöldi fram að prófi: 4-5

Tengsl við atvinnulífið: Fer eftir námsbraut

Fræðilegt stig: Hátt

Kennslustundir á viku: 2-10

Tengsl við atvinnulífið: Lítil sem engin

Starfsnám á vinnustað: Oftast ekki

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna