Ferðast til Álandseyja við flutninga

Á síðum landamæraeftirlitsins er einnig að finna leiðbeiningar fyrir ferðalanga. Ef þú ert að íhuga að flytja til Álandseyja getur þú kynnt þér ýmis atriði sem gott er að hafa í huga á tenglinum „Flutt til Álandseyja“.
Ferjur sem sigla til Álandseyja
Viking Line
Ferjur Viking Line sigla til Álandseyja frá Svíþjóð og Finnlandi. Frá Svíþjóð sigla ferjurnar frá Stokkhólmi og Kapellskär. Frá Finnlandi sigla þær frá Turku.
Tallink/Silja
Ferjur Tallink/Silja sigla til Álandseyja frá Svíþjóð, Finnlandi og Tallin í Eistlandi. Ferjurnar sigla frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Turku í Finnlandi.
Finnlines
Ferjur Finnlines sigla til Álandseyja frá Svíþjóð og Finnlandi. Frá Svíþjóð sigla ferjurnar frá Kapellskär. Frá Finnlandi sigla þær frá Naantali. Þú þarft að ferðast með eigin ökutæki á þessari leið, en reiðhjól eru einnig leyfð.
Eckerö Linjen
Eckerö Linjen-ferjan M/S Eckerö siglir á milli Grisslehamn í Svíþjóð og Eckerö á Álandseyjum.
Ålandstrafiken
Ferjur Ålandstrafiken sigla frá Galtby í Pargas og frá Osnäs í Kustavi í Finnlandi. Engin skattfrjáls sala er um borð í þessum ferjum og á sumrin eru þær oft fullbókaðar, svo það borgar sig að bóka tímanlega.
Frá Stokkhólmi (Arlanda)
Amapola flýgur frá Stokkhólmi (Arlanda) til Maríuhafnar.
Frá Turku
Amapola flýgur frá Turku.
Nánari upplýsingar
Áður en þú flytur til Álandseyja getur þú haft samband við tollyfirvöld á Álandseyjum til að fá send eyðublöð fyrir búslóðarflutning. Fylltu þau út fyrir fram og afhentu á tollskrifstofunni í höfninni við komu til Álandseyja.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.