Flutningar til Svíþjóðar

Tjekliste når du flytter til Sverige
Minnislisti yfir undirbúningsatriði fyrir flutninga til Svíþjóðar.

Það er að mörgu að huga þegar þarf að skipuleggja flutninga. Ef flutningurinn er á milli landa, er að enn fleiru að huga. Þegar flutt er erlendis frá til Svíþjóðar, eru það ekki aðeins stofnanapláss, almenningssamgöngur og verslunarmöguleikar sem þarf að taka afstöðu til.

Þessi minnislisti fer yfir það sem þarf að hafa í huga við flutninga til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki.

 

Atvinnuleysistryggingasjóður (A-kasse)

Meginreglan er sú að einstaklingur á aðild að atvinnuleysistryggingasjóði í því landi sem hann starfar. Einstaklingar sem flytja til Svíþjóðar til að starfa þar ættu því að gerast aðilar að atvinnuleysistryggingasjóði í Svíþjóð.

Hafa skal samband við atvinnuleysistryggingasjóð í heimalandinu til að fá upplýsingar um hvernig aðildin er flutt í sænskan atvinnuleysistryggingasjóð.

Banki

Stofna þarf bankareikning í Svíþjóð til þess að hægt sé að taka við launum.

Skattar

Nauðsynlegt er að fara á skrifstofu skattsjóra (Skatteverket) til að fá skattkort.

 

Húsnæði

Í Svíþjóð eru margar mismunandi gerðir af íbúðarhúsnæði.

Ef selja á húsnæði í landinu sem flutt er frá, er bent á að hugsanlegur hagnaður af sölu eigna er skattlagður í Svíþjóð. Ef komast á hjá slíkum skatti, ætti viðkomandi að selja eignina í landinu sem flutt er frá, áður en hann flytur lögheimili sitt til Svíþjóðar.

Áframsendur póstur

Hafa skal samband við póstinn í því landi sem flutt er frá til að biðja um að póstur sé áframsendur á nýtt heimilisfang í Svíþjóð.

Búslóð

Frjálst er að flytja búslóð milli landa innan ESB, ekki er þörf á að tilkynna um búslóðaflutning til tollstjóra.

Þeir sem flytja frá Íslandi og Noregi skulu hafa samband við tollstjóra í Svíþjóð (Tullverket) til að fá nánari upplýsingar.

Skráning í þjóðskrá og kennitala

Þegar flutt er til Svíþjóðar þarf að skrá sig í sænsku þjóðskránna, með því að hafa samband við þá skattstofu sem er í því sveitarfélagi sem flutt er til. Hafa skal meðferðis vegabréf, vottorð um hjúskaparstöðu og fæðingarvottorð barna ef einhver eru.

Einstaklingar sem skráðir eru í þjóðskrá í Svíþjóð fá sænska kennitölu. Hún kemur ekki stað þeirrar kennitölu, sem viðkomandi er með í landinu sem hann flytur frá.

Tryggingar

Tryggingar eru til þess að aðstoða ef eitthvað ber útaf. Í gegnum tryggingar er hægt að fá skaðabætur fyrir hluti sem skemmast eða er stolið, og hægt er að leita til tryggingafélagsins til þess að fá ráðgjöf - td. ef það hefur verið brotist inn, og næstu skref eru óráð. Þú getur keypt tryggingar fyrir hjól, farsíma, bíla, hunda og alskonar til viðbótar. Sumar tryggingar eru lögbundnar.

Gæludýr

Ef á að flytja gæludýr með til Svíþjóðar, þarf að kynna sér reglurnar.

Persónuskilríki (id-kort)

Í Svíþjóð er nafnskírteini almennt notað til að sýna fram á aldur og hver maður er, til dæmis þegar lyf eru sótt í lyfjaverslun, greitt er með korti í verslun.

Sótt er um nafnskírteini (identitetskort) hjá skattstjóra.

Ökuskírteini

Gild ökuskírteini sem gefin er út í öðru norrænu ríki, gilda einnig í Svíþjóð.

Einnig er hægt að velja að skipta út því erlenda fyrir sænskt ökuskírteini.

Læknar

Þegar flutt er til Svíþjóðar, á að velja sér heilsugæslustöð. Þegar veikindi koma upp á alltaf að byrja á að fara á heilsugæslustöðina.

Fjölmiðlaáskrift

Í Svíþjóð er útvarps- og sjónvarpsgjald almennt gjald fyrir opinbera þjónustu sem innheimt er í gegnum skattheimtu.

Skráning bifreiða

Meginreglan er sú að bifreið á að vera skráð í búsetulandi eiganda. Ef bifreið er flutt til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki, verður að skrá hana í Svíþjóð.

Dvalarréttur eða dvalarleyfi

Norrænir ríkisborgarar eiga rétt á að flytja til, búa, starfa og stunda nám í Svíþjóð. Ekki þarf að sækja um leyfi til þess.

ESB-ríkisborgarar, sem ekki eru norrænir ríkisborgarar, eiga rétt á að starfa í Svíþjóð í þrjá mánuði.

Þeir sem flytja til Svíþjóðar frá landi utan ESB þurfa að sækja um dvalarleyfi. Meginreglan er sú að sótt er um leyfið og það fengið áður en flutt er til Svíþjóðar.

Þeir sem eru með ótímabundið dvalarleyfi eða atvinnuleyfi í öðru norrænu ríki, ættu að athuga að það leyfi getur fallið niður þegar sótt er um atvinnu- eða dvalarleyfi í Svíþjóð. Þess vegna er ráðlegt að hafa samband við útlendingastofnun í búsetulandi til að fá nánari upplýsingar um þetta, áður en sótt er um leyfi í Svíþjóð.

Upplýsingar um útlendingastofnanir á Norðurlöndunum eru hér:

Lífeyrisgreiðslur

Einstaklingar sem búa eða starfa í Svíþjóð lengur en eitt ár vinna sér inn eftirlaunaréttindi.

Einstaklingar sem eiga séreignarlífeyrissparnað í öðru norrænu ríki, ættu að hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð til að fá nánari upplýsingar um hvaða áhrif flutningur til Svíþjóðar myndi hafa á séreignalífeyrinn.

Skólar og leikskólar

Sveitarfélög í Svíþjóð reka skóla og leikskóla. Hafa skal samband við sveitarfélag sem flutt er til, til að fara á biðlista fyrir leikskólapláss og til að fá upplýsingar um skóla í sveitarfélaginu.

Almannatryggingar

Norðurlandabúar eiga yfirleitt aðeins aðild að almannatryggingum í einu landi í senn.

Rétturinn til almannatrygginga er háður reglum í því landi sem viðkomandi er tryggður. Til dæmis er aðeins hægt að fá útgefið sjúkratryggingaskírteini ESB í því landi sem viðkomandi er sjúkratryggður.

Þeir sem eiga börn eiga rétt á barna- og fjölskyldubótum samkvæmt reglum þess lands þar sem þeir eiga aðild að almannatryggingum.

Starfsfólk

Þeir sem flytja til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki til að vinna, fá yfirleitt aðild að almannatryggingum í Svíþjóð frá og með þeim degi sem þeir hefja störf.

Útsendir starfsmenn

Útsendir starfsmenn í Svíþjóð geta sótt um að halda aðild að almannatryggingum í heimalandi.

Námsmenn

Ýmsir þættir geta haft áhrif á það hvar þeir sem búa og stunda nám í Svíþjóð eiga aðild að almannatryggingum. Mikilvægt er að hafa samband við yfirvöld til að athuga hvað gildir í hverju tilviki.

Einstaklingar sem dvelja í Svíþjóð í minna en eitt ár og eru ekki skráðir í þjóðskrá þar eiga að jafnaði aðild að almannatryggingum í því norræna landi þar sem þeir eru með fasta búsetu.

Um einstaklinga sem dvelja í Svíþjóð í meira en eitt ár og eru skráðir í þjóðskrá í Svíþjóð gildir að yfirvöld ákveða hvar viðkomandi á aðild að þjóðskrá á grundvelli eftirfarandi þátta:

  • hvaðan námsstyrkur viðkomandi kemur
  • hvort viðkomandi vinnur með námi
  • hvar skattaleg heimilisfesti viðkomandi er
  • húsnæðisaðstæðum
  • fjölskylduaðstæðum

Einstaklingar sem stunda rannsóknir og fá greidd laun í viðbót við styrk, fá yfirleitt aðild að almannatryggingum í því landi sem starfað er.

Fólk sem dvelur tímabundið í Svíþjóð

Fólk sem dvelur tímabundið í Svíþjóð án þess að vinna þar, tilheyrir almannatryggingum í heimalandi.

Lífeyrisþegar

Þegar flutt er til Svíþjóðar flytjast áunnin lífeyrisréttindi með. Flutningurinn hefur ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur, en hann getur haft áhrif á skattheimtu.

Nánari upplýsingar um almannatryggingastofnanir á Norðurlöndum eru hér:

Kosningaréttur

Einstaklingar sem flytja til Svíþjóðar öðlast kosningarétt í sveitar- og bæjarstjórnarkosningum.

Ríkisborgarar í ESB ríkjum geta valið hvort þeir greiða atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins í því landi sem þeir eru ríkisborgarar, eða í Svíþjóð. Einstaklingar sem vilja greiða atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins í heimalandinu, verða að kæra sig inn á kjörskrá tímanlega fyrir kosningar. Hafa skal samband við stjórnvöld sem sjá um kosningarnar í heimalandinu til að fá nánari upplýsingar.

Einungis sænskir ríkisborgarar hafa kosningarétt í þingkosningum í Svíþjóð.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna