Flutningur ökutækja til Álandseyja

Elbil
Photographer
Sigurður Ólafsson/norden.org
Í þessum hluta er fjallað um flutning fólksbíla, sendibifreiða og bifhjóla til Álandseyja. Hér eru gefin svör við spurningum um hvenær og hvernig þarf að skoða og skrá ökutæki ef þau eru tekin með við flutning til Álandseyja. Einnig er fjallað um þá skatta sem gilda um innflutning ökutækja.

Ætlar þú að taka ökutæki með þér til Álandseyja vegna ferðalags, tímabundinnar dvalar eða til að eiga fasta búsetu í landinu? Svarið við þessari spurningu segir fyrir um hvort þú þurfir að skoða, skrá og greiða skatt fyrir ökutækið á Álandseyjum.

Þegar ökutæki er tekið með í ferðalag eða notað tímabundið á Álandseyjum þarf ekki að skrá það eða greiða skatt, að uppfylltum vissum skilyrðum. Ef þú flytur til Finnlands/Álandseyja til að eiga þar fasta búsetu og flytur ökutæki með þér þarf að fara með ökutækið í skoðun, skrá það og greiða af því skatt. Ef ökutækið er flutt frá norrænu landi sem ekki er innan ESB, það er Íslandi eða Noregi, þarf að einnig að tollafgreiða það.

Umskráning ökutækis við flutning til Álandseyja

Ef þú flytur frá Svíþjóð þarftu að umskrá ökutækið sem fyrst til að geta notað það á Álandseyjum frá deginum þegar þú flytur.
Þú þarft að skila tilkynningu um notkun ökutækis til skattayfirvalda þegar þú kemur til landsins. Tilkynningin um notkun ökutækis sem verður skráð í Finnlandi/á Álandseyjum er send rafrænt.

Þegar flutt er frá Finnlandi til Álandseyja til að eiga þar fasta búsetu þarf að skrá ökutækið innan 30 daga frá flutningi. Ef flutningurinn er tímabundinn þarf að hafa samband við tollyfirvöld í Maríuhöfn innan 6 mánaða frá flutningi til að framlengja skráningu ökutækisins.

Bifreiðaskattur og vörugjöld hafa verið flutt frá tollayfirvöldum til skattayfirvalda. Þó verður alltaf að tilkynna um ökutæki sem verða skráð á tollskrifstofu í höfninni í Maríuhöfn við komu til Álandseyja. 

Nánari upplýsingar um ökutæki á ferðalögum, ökutæki sem eru notuð tímabundið á Álandseyjum og flutning ökutækja sem hluta af búslóð eru á síðunni „Ökutæki í Finnlandi“.

Skoðun og skráning

Þegar ökutæki hefur verið flutt til Álandseyja, tilkynningu um notkun og tilkynningu um skatt hefur verið skilað og ökutækið hefur fengið leyfi til skráningar er hægt að skoða það og skrá. Eftirfarandi skjöl þurfa að vera fyrir hendi til að skrá ökutækið:

  • Gild trygging fyrir ökutækið
  • Vottorð um skoðun vegna skráningar
  • Staðfesting á skráningu frá síðasta erlenda eiganda
  • Kaupskjal

Ökutæki sem flutt eru inn í landið þurfa að fara í skoðun áður en þau eru skráð á skoðunarstofum. Þá þurfa skjöl sem fylgja ökutækinu að sýna fram á að ökutækið uppfylli allar kröfur. Upplýsingar um hvaða skjala er krafist við skoðun vegna skráningar fást hjá bifreiðastofu (Fordonsmyndigheten).

Þegar ökutækið hefur verið skoðað eða samþykkt er hægt að skrá það. Að skráningu lokinni fær eigandinn skráningarskjöl og númeraplötu fyrir Álandseyjar. Verið viðbúin því að þurfa að sýna persónuskilríki við skráningu ökutækis.

Nánari upplýsingar um skráningu ökutækja á Álandseyjum fást hjá Fordonsmyndigheten.

Athugaðu! Hafðu samband við tryggingafélagið þitt. Ökutækið verður að vera með gilda umferðartryggingu í skráningarlandinu og mörg tryggingafélög tryggja ef til vill ekki ökutæki ef eigandi þeirra er ekki með fasta búsetu í landinu.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um innflutning ökutækja til Finnlands/Álandseyja geturðu haft samband við skattayfirvöld á þessari síðu

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna