Fyrirtæki á Álandseyjum

Á evrópsku vefgáttinni Your Europe geturðu kynnt þér reglur um stofnun fyrirtækis í öðrum ESB-/EES-löndum. Samstarfsnetið Enterprise Europe Network veitir svör við spurningum varðandi ESB og Evrópumarkað.
Að hefja rekstur á Álandseyjum
Ef þú hyggst stofna fyrirtæki á Álandseyjum veitir Ålands Näringsliv, en það eru stærstu samtök atvinnurekenda á Álandseyjum, allar upplýsingar sem varða stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fyrirtækjarekstur. Ålands Näringsliv fjallar um skattlagningu, málefni atvinnurekenda og alþjóðaviðskipti en stendur einnig að upplýsingagáttinni Startaeget.ax fyrir fólk sem hyggst hefja rekstur á Álandseyjum.
Álensk fyrirtæki á Norðurlöndum
Álensk fyrirtæki sem hyggja á útrás eða viðskipti við önnur Norðurlönd geta leitað liðsinnis Ålands Näringsliv, sem aðstoðar fyrirtæki við að hasla sér völl á norrænum mörkuðum.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.