Lífeyriskerfið á Grænlandi

Foto: Fiskare, Nuuk, Grönland
Photographer
Mats Bjerde
Hér er er að finna upplýsingar um lífeyrisgreiðslur á Grænlandi.

Grænlenska lífeyriskerfið byggir á þremur stoðum:

  • Lögbundnum lífeyri
  • Vinnumarkaðslífeyri
  • Lífeyrissparnaði einstaklinga

Lögbundinn lífeyrir er á vegum hins opinbera, til dæmis ellilífeyrir og örorkulífeyrir.

Um vinnumarkaðslífeyri er samið um leið og önnur ráðningarkjör, eftir samkomulagi við vinnuveitanda. Á Grænlandi er lögbundið að greiða í lífeyrissjóð og samkvæmt lögum þarf ákveðin lágmarksprósenta af launum þínum að fara í lífeyrissparnað. Árið 2020 eru þetta 6 prósent, en það hlutfall mun hækka um eitt prósent á ári fram til 2024 og þá verður lágmarkshlutfallið 10 prósent.

Einstaklingsbundinn lífeyrir er sparnaður sem fólk kemur sér sjálft upp hjá lífeyrissjóði eða banka.

Skattlagning lífeyris

Þú getur dregið greiðslur þínar til lífeyrissjóða á Grænlandi frá skatti. Þú þarft svo að greiða skatt af þeim lífeyri sem þú færð útborgaðan sem lífeyrisþegi. Hafir maður stofnað til einstaklingsbundins lífeyrissparnaðar þarf maður sjálfur að greina frá greiðslum sínum í sparnaðarsjóðinn á skattframtali sínu.

Greiðir þú í lífeyrissparnað í öðru landi þarftu að borga skatt af greiðslum þínum og getur ekki dregið þær frá skatti. Ef þú greiðir sjálf/t/ur í hefðbundinn lífeyrissjóð er upphæðin dregin af peningum sem þú hefur þegar greitt skatt af og því þarftu ekkert að aðhafast. Ef vinnuveitandi þinn greiðir í lífeyrissjóð fyrir þína hönd á hann að fullvissa sig um að skattur sé tekinn af greiðslunum.

Ef þú greiðir í lífeyrissjóð í Danmörku og færð starf á Grænlandi getur þú beðið lífeyrissjóðinn þinn að skrá þig í leið sem nefnist grein 53A Þannig forðast þú tvísköttun af þeim lífeyrissparnaði sem þú leggur fyrir við störf þín á Grænlandi. Hafðu samband við lífeyrissjóðinn þinn til að fá frekari upplýsingar.

Sérákvæði varðandi lífeyrismál innan danska ríkjasambandsins

Innan ríkjasambands Danmerkur, Færeyja og Grænlands gilda sérstakar reglur um útborgun elli- og örorkulífeyris.

Ef þú ert elli- eða örorkulífeyrisþegi og flytur milli Grænlands og Færeyja er ráðlegt að hafa samband við Almannaverkið og fá ráð og leiðbeiningar. Vakin er athygli á því að aldursmörk varðandi ellilífeyri er 67 ár í Færeyjum. Þú öðlast þess vegna ekki rétt til að taka við færeyskum ellilífeyri fyrr en við 67 ára aldur þó að þú fáir greiddan grænlenskan ellilífeyri fyrir flutninginn.

Ef þú færð greiddan elli- eða örorkulífeyri og flytur frá Grænlandi til Danmerkur verður þú að gera ráð fyrir þessum aldursmörkum. Í Danmörku má finna mikið magn upplýsinga um ellilífeyri hjá borgaraþjónustunni borger.dk.

Vinnumarkaðslífeyrir og embættismannalífeyrir

Í tengslum við útborgun vinnumarkaðs- eða embættismannalífeyris skaltu hafa samband við þann eða þá lífeyrissjóði sem þú hefur greitt í. Sértu í vafa geturðu athugað gamla ráðningarsamninga og fundið þar upplýsingar um lífeyrissparnað.

Ef spurningar vakna varðandi lífeyrismál

Hafir þú spurningar varðandi útborgun lífeyris skaltu hafa samband við félagsmálastofnunina (Socialforvaltningen) í þínu búsetusveitarfélagi. Þú finnur tengiliðaupplýsingar grænlenskra sveitarfélaga á vef borgaraþjónustunnar Sullissivik.

Hafir þú spurningar varðandi það að greiða í lífeyrissjóð geturðu haft samband við grænlensk skattayfirvöld eða lífeyrissjóðinn þinn.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna