Greiðslur á Grænlandi til eftirlifandi aðstandenda við andlát

Áttu rétt á greiðslum við fráfall maka?
Meginreglan er sú að einstaklingur á ekki rétt á greiðslum þegar maki fellur frá.
Við andlát örorkulífeyrisþega greiðist örorkulífeyrir hins látna þó til maka, sé hann til staðar, í tvo mánuði frá lokum þess mánaðar sem andlátið átti sér stað.
Við andlát ellilífeyrisþega greiðist ellilífeyrir hins látna sömuleiðis til maka, sé hann til staðar, í tvo mánuði frá lokum þess mánaðar sem andlátið átti sér stað.
Nánari upplýsingar um lífeyri á Grænlandi á vefsíðum Info Norden.
Áttu rétt á greiðslu ef foreldri þitt eða forsjáraðili fellur frá?
Enginn réttur er til greiðslna í tengslum við andlát foreldra eða forsjáraðila.
Hvar geturðu aflað þér upplýsinga?
Vakni spurningar um þetta ber að hafa samband við Socialstyrelsen (félagsmálastofnun).
Har du ret til en ydelse, hvis dine forældre eller værger dør?
Der er ingen ret til ydelser, hvis dine forældre eller din værge dør.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.