Húsnæðisbætur í Svíþjóð

Húsnæðisbætur er fyrir þig sem þarft aðstoð til að greiða húsaleigu eða mánaðarleg gjöld fyrir íbúðarhúsnæðið.
Húsnæðisbætur og húsnæðisstyrkur
Húsnæðisbætur fyrir barnafjölskyldur er fyrir fjölskyldur sem þurfa aðstoð til að greiða húsaleigu eða mánaðarleg gjöld fyrir íbúðarhúsnæði sitt.
Försäkringskassan sér um þessar greiðslur.
Húsnæðisbætur fyrir ungt fólk er fyrir ungmenni ungt fólk yngra en 29 ára sem þarf aðstoð til að greiða húsaleigu eða mánaðarleg gjöld fyrir íbúðarhúsnæði.
Försäkringskassan sér um þessar greiðslur.
Húsnæðisstyrkur fyrir fólk á veikinda- eða virknibótum er fjárhagsaðstoð umfram veikinda- eða virknibætur til að það geti staðið straum af húsnæðiskostnaði. Húsnæðisstyrkur er aðeins greiddur fólki sem er búsett í Svíþjóð.
Försäkringskassan sér um þessar greiðslur.
Þú getur sótt um húsnæðisstyrk fyrir eldri borgara frá því ári sem þú verður 65 ára og tekur við fullum almennum lífeyri. Þú getur sótt um styrkinn óháð því hvernig þú býrð og hvort þú býrð í eigin húsnæði. Þú getur einnig sótt um húsnæðisstyrk þrátt fyrir að þú hafir fjármagnstekjur. Upphæð húsnæðisstyrksins ræðst af húsnæðiskostnaði, tekjum, fjármagnstekjum og fjölskylduaðstæðum.
Aðstæður margra breytast á efri árum og þess vegna getur verið skynsamlegt að kanna rétt sinn til húsnæðisbóta. Það gæti verið tilefni til að sækja um húsnæðisbætur þegar þú flytur frá eða missir maka, tekjur lækka til dæmis vegna þess að greiðslur á vinnutengdum lífeyri falla niður eða ef húsnæðiskostnaður hefur aukist eftir flutning.
Þegar þú sækir um húsnæðisstyrk fyrir eldri borgara kannar Pensionsmyndigheten einnig hvort þú eigir rétt á framfærslustyrk eldri borgara. Sá styrkur er til viðbótar til framfærslu ef lífeyristekjur þínar eru lágar.
Pensionsmyndigheten sér um þessar greiðslur.
Reglur um húsnæðisbætur og húsnæðisstyrk
Þú þarft að búa og eiga lögheimili í Svíþjóð til að geta fengið húsnæðisbætur eða húsnæðisstyrk. Reglur um upphæð bótanna eru breytilegar eftir því um hvaða greiðslur er að ræða en þær ráðast meðal annars af tekjum þínum, fjölda barna á heimilinu, húsnæðiskostnaði og stærð íbúðarhúsnæðisins.
Sækja um húsnæðisbætur eða húsnæðisstyrk
Þú sækir um húsnæðisbætur (bostadsbidrag) hjá Försäkringskassan. Ef þú færð veikinda- eða virknibætur áttu að sækja um húsnæðisstyrk (bostadstillägg) hjá Försäkringskassan.
Ef þú ert orðin/n 65 ára og færð fullan ellilífeyri geturðu sótt um húsnæðisstyrk hjá Pensionsmyndigheten.
Húsnæðisbætur og húsnæðisstyrkur fara eftir heimilisfangi. Ef þú býrð eða starfar í öðru norrænu landi ertu yfirleitt almannatryggð/ur í viðkomandi landi. Ef þú býrð enn í Svíþjóð geturðu átt rétt á þeim hluta húsnæðisbótanna sem ætlað er að mæta húsnæðiskostnaði. Húsnæðisbætur og húsnæðisstyrkur miðast við þörf þína og erlendar tekjur þínar hafa áhrif á það hvað þú getur fengið háar húsnæðisbætur eða húsnæðisstyrk. Mundu að tilkynna um flutning eða þegar þú hefur störf í öðru landi til Försäkringskassan eða Pensionsmyndigheten.
Hvar færðu svör við spurningum þínum?
Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassans kontaktcenter +46 (0)771-524 524 eða leitað svara á vefsíðu stofnunarinnar við spurningum um húsnæðisbætur fyrir barnafjölskyldur, húsnæðisbætur fyrir ungt fólk eða húsnæðisbætur fyrir fólk á veikinda- eða virknibótum.
Leitaðu upplýsinga hjá Pensionsmyndigheten ef spurningar vakna um húsnæðisbætur fyrir ellilífeyrisþega.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Försäkringskassan og Pensionsmyndigheten.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.