Ferðast með hunda og ketti til Svíþjóðar

Indførsel af hunde og katte til Sverige
Til að ferðast með hund eða kött til Svíþjóðar þarf að uppfylla ýmsar reglur til að dýrið beri ekki með sér smitsjúkdóm. Kynntu þér hvaða reglur gilda um örflögumerkingar, bólusetningar og ESB-dýravegabréf og hvernig þú tilkynnir um komu dýrsins til Svíþjóð.

Þegar ferðast er með hund eða kött til Svíþjóðar þarf að uppfylla ýmsar reglur. Reglurnar geta verið mismunandi eftir því frá hvaða landi er ferðast og hve gamalt gæludýrið er. 

Hundurinn eða kötturinn þarf að verðast með eigandanum. Sá sem ferðast með dýr ber ábyrgð á því að öll skilyrði fyrir ferðarinnar til Svíþjóðar séu uppfyllt.

Reglurnar gilda hvort sem þú ert á leiðinni til Svíþjóðar í frí eða hyggst flytja þangað, ert að snúa aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið í fríi erlendis eða hefur keypt gæludýr erlendis og hyggst hafa það með heim til Svíþjóðar.

Bólusetningar, örflögumerkingar og dýravegabréf í Svíþjóð

Bæði hundar og kettir verða að vera merktir með örflögu eða húðflúri sem auðvelt er að lesa úr þegar ferðast er til Svíþjóðar.

Hundurinn eða kötturinn skal vera bólusettur gegn hundaæði og hafa gildan ESB-dýravegabréf. Dýralæknar geta aðstoðað við örflögumerkingar, ESB-dýravegabréf og bólusetningar áður en ferðast er til Svíþjóðar.

Athugið að bólusetning gegn hundaæði þarf að eiga sér stað minnst 21 degi áður en ferðast er, svo því skal undirbúa ferðina með góðum fyrirvara.

Dýralæknir viðkomandi aðila getur einnig aðstoðað með upplýsingar um þær bólusetningar sem upp á vantar, vernd gegn sníkjudýrum og veitt ráð um hvernig sé best að fara með dýr þegar ferðast er til eða frá Svíþjóðar.

Athugaðu hvaða reglur gilda þegar ferðast er til Svíþjóðar og tryggðu að þú hafir rétt skjöl fyrir dýrið fyrir komu til Svíþjóðar frá því landi sem þú ferðast frá. Það er á þína ábyrgð að tryggja að nauðsynleg gögn séu til staðar.

Leiðbeiningar Jordbruksverket um gæludýr auðvelda þér að sjá hvaða reglur eiga við um ferðir til Svíþjóð frá því landi sem þú ferðast frá.

Tilkynna komu hundar eða kattar til tollyfirvalda í Svíþjóð

Mundu að skrá gæludýrið hjá sænskum tollyfirvöldum þegar þú ferðast til Svíþjóðar með hund eða kött.

Ef þú ferðast með gæludýr milli Borgundarhólms og annarra landshluta Danmerkur með viðkomu í Svíþjóð þarf dýrið að uppfylla sömu skilyrði og þegar ferðast er með gæludýr til Svíþjóðar.

Bönnuð hundakyn í Svíþjóð

Í mörgum norrænum löndum eru sum hundakyn bönnuð.

Engin bönn gilda um einstakar hundategundir í Svíþjóð. Hins vegar er ekki leyfilegt að eiga hunda sem eru mjög árásargjarnir og bíta auðveldlega og ráðast á fólk og aðra hunda.

Tryggingar fyrir dýr í Svíþjóð

Ef þú átt hund eða kött getur ábyrgðartrygging fyrir gæludýr tryggt þig fyrir tjóni sem dýrið veldur á fólki eða hlutum.

Ekki er skylt að tryggja hundi eða ketti í Svíþjóð en það getur komið sér vel þar sem dýralæknaþjónusta getur verið dýr.

Þegar ferðast er með hund eða kött til útlanda þarf að kanna hvort dýratryggingin gildi í landinu sem ferðast er til.

Skráning hunda og katta í Svíþjóð

Jordbruksverket í Svíþjóð heldur úti bæði hunda- og kattaskrám.

Ef þú ert eigandi hunds og með fasta búsetu í Svíþjóð skaltu skrá þig og hundinn þinn í miðlæga hundaskrá Jordbruksverket.

Ef þú ert eigandi kattar og með fasta búsetu í Svíþjóð skaltu skrá þig og köttinn þinn í miðlæga hundaskrá Jordbruksverket. Þetta á bæði við um úti- og inniketti.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna