Innflutningur á hundum og köttum til Svíþjóðar

Indførsel af hunde og katte til Sverige
Lestu um þær reglur sem gilda ef þú hyggst ferðast með gæludýr til Svíþjóðar.

Sá sem ferðast með dýr ber ábyrgð á því að öll skilyrði fyrir innflutningi séu uppfyllt. Hann skal sjálfur kynna sér skilyrði og að bólusetningar séu gildar. Að auki ber hann ábyrgð á að vegbréf gæludýrsins sé gilt og að önnur skjöl séu aðgengileg.

Dýralæknir viðkomandi aðila getur aðstoðað með upplýsingar um þær bólusetningar sem upp á vantar, vernd gegn sníkjudýrum og veitt ráð um hvernig sé best að fara með dýr þegar ferðast er til annars lands.

Reglur um ferðalög með gæludýr til Svíþjóðar

Leiðbeiningar Jordbruksverket auðvelda þér að sjá hvaða reglur eiga við um gæludýrið þitt ef þú hyggst taka það með þér til Svíþjóðar.

Tilkynna tollinum um ferðalag með gæludýr

Ávallt skal tilkynna Tullverket um ferðalög með gæludýr þegar ferðast er til Svíþjóðar með hund eða kött. Gæludýrið þarf að uppfylla kröfur Jordbruksverket um ferðalög með gæludýr til eða frá Svíþjóð. Það á einnig við ef ferðast er með danskt gæludýr á milli Borgundarhólms og Danmerkur í gegnum Svíþjóð.

Skrá yfir hunda

Í Svíþjóð verða allir hundaeigendur sem hafa fasta búsetu í landinu að skrá sig og hundinn í miðlæga skrá yfir hunda.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna