Kaup á vörum og þjónustu á Álandseyjum

Katt som window shoppar?
Photographer
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Hér geturðu lesið þér til um hvað þarf að hafa í huga við kaup á vörum og þjónustu á Álandseyjum, svo sem síma- og internetáskrift. Einnig eru gefnar upplýsingar um sjónvarpsleyfi, rafmagnsveitu og við hverja skal hafa samband ef vandamál koma upp.

Á Álandseyjum er stundum farið fram á að kaupandi sé með finnska kennitölu þegar samningur er gerður um þjónustu. Hafi kaupandi ekki finnska kennitölu getur það einnig takmarkað notkun á tiltekinni þjónustu.

Á Álandseyjum gilda sömu lög um neytendavernd og fyrirtæki og í Finnlandi. Nánari upplýsingar má finna hér:

Þrátt fyrir að sömu lög gildi bjóða fyrirtæki ekki endilega upp á sömu þjónustu á Álandseyjum og í Finnlandi. Hér er gefið stutt yfirlit yfir hvaða fyrirtæki bjóða upp á heimasíma-, farsíma- og internetáskrift, rafmagnsveitur og neytendaráðgjöf á Álandseyjum.

Farsímaáskrift

Ålcom og Telia bjóða upp á nettengingu fyrir farsíma á öllum Álandseyjum.

Áskrift fyrir heimasíma

 Eftirfarandi fyrirtæki bjóða upp á fasta áskrift fyrir heimili á Álandseyjum:

Nettenging á Álandseyjum

Fjölmiðlagjald á Álandseyjum

Á Álandseyjum er nú innheimt árlegt fjölmiðlagjald í stað afnotagjalds. Þetta hefur verið í gildi frá 1. janúar 2021 og er fjölmiðlagjaldið innheimt með tekjuskatti.
Þú getur kynnt þér hverjum er skylt að greiða fjölmiðlagjald, upphæðina og skattferlið á vefsíðu skattayfirvalda. Á tenglinum hér að neðan, undir lið 2.1, „Skylda einstaklinga til að greiða fjölmiðlagjald“, eru upplýsingar um hvað gildir þegar flutt er til Álandseyja frá öðru landi á skattári. 
 

Rafmagnsveitusamningur

Þú gerir samning við rafmagnsveitu ef leigusali eða húseigendafélagið þitt hefur ekki annað fyrirkomulag. Þú getur gert samning án þess að hafa finnska kennitölu. Rafmagnsveitan mun biðja um fæðingardag þinn, þjóðerni, netfang og/eða vegabréfsnúmer.

Mariehamns Energi dreifir rafmagni til allra heimila í Maríuhöfn, alls Järsö-svæðisins og hluta Jomala. Ålands elandelslag dreifir rafmagni til annarra hluta Álandseyja.

Græn raforka

Með því að velja græna orku styður þú þróun umhverfisvænnar raforkuframleiðslu. Þú færð umhverfisvottað rafmagn með því að gera sérstakan samning. Hafðu samband við Mariehamns energi eða Ålands elandelslag ef þú vilt gera samning um græna raforku.

Algeng spurning:

Hvernig get ég vitað að rafmagnið mitt sé í raun og veru framleitt með umhverfisvænum hætti ef ég vel að kaupa græna raforku?

Svar: Þú getur fengið vottað rafmagn frá Mariehamns Energi með því að gera sérstakan samning um slíkt. Allar rafmagnsveitur sem selja græna raforku verða lögum samkvæmt að geta sýnt fram á að fyrirtækið framleiði eða dreifi sama magni af slíku rafmagni og það selur.

Vandamál

Ef vandamál koma upp getur þú haft samband við Neytendaráðgjöf Álandseyja. Neytendaráðgjöf Álandseyja veitir neytendum og fyrirtækjum upplýsingar og ráð um réttindi og skyldur neytenda, miðlar málum þegar upp kemur ágreiningur milli neytenda og fyrirtækja og veitir ráðgjöf í málum sem varða t.d. húsnæðismál og fasteignaviðskipti.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar varðandi neytendamál getur þú haft samband við Neytendaráðgjöf Álandseyja, sem veitir ókeypis ráðgjöf og milligöngu í deilimálum.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna