Kaup á vörum og þjónustu í Danmörku

Unge kvinder med telefoner
Ljósmyndari
Benjamin Suomela / Norden.org
Hér er að finna upplýsingar um réttindi neytenda og kaup á ýmsum vörum og þjónustu í Danmörku.

Neytendalög

Þegar þú kaupir vöru í Danmörku hefurðu ákveðin réttindi.

 • Kvörtunarfrestur er alltaf tvö ár. Það þýðir að kaupandi vöru hefur tveggja ára frest til að senda kvörtun til verslunar út af gallaðri vöru.
 • Þú hefur ekki sjálfkrafa rétt til að skila vöru sem keypt er í verslun. Þú getur aðeins skipt vöru eða fengið hana endurgreidda ef verslunin gefur kost á því.
 • Ef varan er gölluð áttu rétt á að gert verði við hana eða fá nýja vöru í staðinn. Stundum geturðu fengið endurgreitt eða afslátt af verðinu.
 • Versluninni getur aðeins reynt að gera við eða skipta vöru einu sinni eða tvisvar. Eftir það áttu rétt á endurgreiðslu.

Réttindi neytenda koma fram í neytendalögum (Købeloven). Leiðarvísir um lögin eru á vef Konkurrence- og Forbrugerstyrelsen.

  Stofnanir neytendamála

  Leiki þér forvitni á að vita meira um réttindi neytenda í Danmörku geturðu leitað til danska neytendaráðsins, Forbrugerrådet. Ráðið veitir einnig ráðgjöf um réttindi neytenda. Viljirðu vita meira um verslun yfir landamæri innan ESB og EES geturðu leitað til skrifstofu Forbruger Europa í Danmörku.

  Afnotagjald

  Allir íbúar Danmerkur 18 ára og eldri sem eiga tæki sem geta tekið á móti og miðlað sjónvarpsefni- eða veitum þurfa að greiða afnotagjald. Gjaldskyld tæki eru meðal annars:

  • Sjónvarpstæki 
  • Tölvur með nettengingu 
  • Farsímar með nettengingu
  • Spjaldtölvur eða sambærileg tæki með nettengingu

  Ef þú ert ekki með neitt slíkt tæki undir höndum, heldur aðeins útvarpstæki þarftu ekki að greiða afnotagjald. Aðeins er greitt eitt afnotagjald á hverju heimili og gildir það um öll tæki þar á bæ.  Skráning vegna afnotagjalda þarf að fara fram í síðasta lagi fjórtán dögum eftir að afnotagjaldsskylt tæki er fengið á heimilið. Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

  Stafrænt sjónvarp

  1. nóvember 2009 urðu allar sjónvarpsútsendingar í Danmörku stafrænar. Ef þú vilt sjá sjónvarpsútsendingar í Danmörku en ert ekki með stafrænt sjónvarp þarftu að kaupa þér stafrænan móttökubúnað.

  Farsímar

  Þú þarft að vera í þjóðskrá í Danmörku til að kaupa farsímaáskrift.

  Ef þú vilt fá þér danskt farsímanúmer án þess að vera í þjóðskrá geturðu keypt talkort í sjoppum og á bensínstöðvum.

  Rafmagn, gas, vatn og húshitun

  Þú þarft ekki að vera í þjóðskrá til að gerast viðskiptavinur hjá til að mynda Københavns E sem selur rafmagn, gas, vatn og upphitun húsa á höfuðborgarsvæðinu.

  Allir íbúar Danmerkur geta því haft aðgang að rafmagni, gasi, vatni og húshitun.

  Bensínkort

  Mörg bensínsölufyrirtæki gefa út sérstök bensínkort til kaupa á bensíni, þjónustu og annarri vöru á bensínstöðvum.

  Þú þarft að vera í þjóðskrá í Danmörku til að fá danskt bensínkort.

  Þó er hægt að nota kort sem sum fjölþjóðleg fyrirtæki gefa út í öðrum löndum. Útgefandi kortsins veitir upplýsingar um hvort hægt sé að nota það í Danmörku.

  Samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna