Kaup á vörum og þjónustu í Noregi

Kjøp av varer og tjenester i Norge
Hér færðu upplýsingar um aðgang að Internetinu, símaþjónustu og rafmagnsveitu í Noregi.

Þegar þú hyggst kaupa áskrift að síma, nettengingu eða rafmagni í Noregi fara flest fyrirtæki fram á að þú sért með norska kennitölu. Hafðu samt samband við þjónustufyrirtæki og kannaðu reglur þeirra og hvað þau eru með í boði fyrir viðskiptavini sem eru ekki með lögheimili í Noregi.

Farsíma- og breiðbandsáskrift

Frelsiskort getur komið í stað farsímaáskriftar ef þú ert ekki með norska kennitölu. Þú þarft ekki að vera með norska kennitölu eða lögheimili í Noregi til að kaup frelsiskort því þar greiðirðu fyrirfram fyrir farsímanotkunina. Frelsiskortin fást á vefsíðum farsímafyrirtækja, í sjoppum og á bensínstöðvum.

    Sjónvarpsleyfi

    Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur verið á fjárlögum frá 1. janúar 2020. Ekki þarf lengur að greiða leyfisgjald til NRK.

    Áskrift að rafmagni og nettengingu

    Í Noregi er þér frjálst að velja rafveitufyrirtæki og kjör sem þau bjóða til þess að veita rafmagn á heimili þitt. Þú þarft einnig að semja um leigu á flutningsnetinu til að fá rafmagnið leitt inn á heimilið. Þú getur ekki valið á milli fjarskiptafyrirtækja heldur velurðu það sem tengist heimilisfangi þínu.

    Þú þarft ekki að vera með lögheimili í Noregi til gerast áskrifandi að rafmagni og nettengingu. Ef þú ert ekki með lögheimili í Noregi getur rafveitufyrirtækið farið fram á að þú framvísir launaseðli eða öðrum gögnum sem sýna að þú hafir tekjur.

    Hafðu samband við rafveitufyrirtækið þegar þú hyggst gerast áskrifandi að rafmagni. Rafveitufyrirtækið hefur samband við fjarskiptafyrirtækið fyrir þína hönd.

    Ef þú hyggst flytja úr húsnæðinu er mikilvægt að þú segir áskriftinni upp svo þú lendir ekki í að greiða fyrir rafmagn og nettengingu þeirra sem taka við húsnæðinu. Áskrift að nettengingu og rafmagni segirðu upp með því að senda uppsögnina eingöngu á fjarskiptafyrirtækið. Áskriftinni þar að segja upp 14 dögum áður en þú flytur ef þú vilt komast hjá því að greiða fyrir notkun eftir að þú flytur. Gleymir þú að segja áskriftinni upp er hægt að gera þig ábyrga/n fyrir notkuninni þangað til nýr samningur hefur verið gerður við næstu íbúa eða þar til fjarskiptafyrirtækið hefur lesið af mælinum.

    Spurningar og vandamál við kaup

    Í Noregi hefurðu samband við Forbrukerrådet ef þig vantar upplýsingar varðandi notkun, kaup á vörum og þjónustu og kvartanir. Forbrukerrådet eru hagsmunasamtök allra neytenda vöru og þjónustu í Noregi. Forbrukerrådet afgreiðir einnig kvartanir milli neytenda og söluaðila vegna vöru eða þjónustu. 

    Hafir þú verslað yfir landamæri í Evrópu væri gagnlegt að skoða vefsíðuna ForbrukerEuropa. Þar fjallar Forbrukerrådet um málefni neytenda yfir landamæri Evrópu.

    Samband við yfirvöld
    Spurning til Info Norden

    Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

    ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

    Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
    Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna