Kennitölur á Álandseyjum

Personnummer på Åland
Í þessum hluta eru gefnar upplýsingar um hvernig þú færð kennitölu á Álandseyjum.

Lestu allt um þetta í hlutanum um kennitölur í Finnlandi, þar sem sömu reglur gilda á Álandseyjum og í Finnlandi.

Erlendir ríkisborgarar sem hyggjast dvelja lengur en 12 mánuði á Álandseyjum verða að mæta í eigin persónu á skrifstofu ráðuneytis Álandseyja til að skrá persónuupplýsingar. Þú getur einnig fengið kennitölu eingöngu, sem þýðir að þú færð kennitölu en ert ekki skráð(ur) í sveitarfélag. Upplýsingar um allt þetta og hvar þú finnur skrifstofu ráðuneytis Álandseyja, sem og hvaða skilríki þú þarft að hafa meðferðis, er að finna á vefsíðu ráðuneytisins fyrir skráningu útlendinga.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um kennitölur geturðu haft samband við ráðuneyti Álandseyja

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna