Kennitölur á Álandseyjum

Lestu allt um þetta í hlutanum um kennitölur í Finnlandi, þar sem sömu reglur gilda á Álandseyjum og í Finnlandi.
Erlendir ríkisborgarar sem hyggjast dvelja lengur en 12 mánuði á Álandseyjum verða að mæta í eigin persónu á skrifstofu ráðuneytis Álandseyja til að skrá persónuupplýsingar. Þú getur einnig fengið kennitölu eingöngu, sem þýðir að þú færð kennitölu en ert ekki skráð(ur) í sveitarfélag. Upplýsingar um allt þetta og hvar þú finnur skrifstofu ráðuneytis Álandseyja, sem og hvaða skilríki þú þarft að hafa meðferðis, er að finna á vefsíðu ráðuneytisins fyrir skráningu útlendinga.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.