Langveikir í Finnlandi

Kroonisesti sairastavat Suomessa
Hér er sagt frá atriðum sem langveikir einstaklingar þurfa að hafa í huga við flutning til Finnlands. Fjallað er um heilbrigðisþjónustu og samtök sjúklinga í Finnlandi.

Heilbrigðisþjónusta í Finnlandi

Íbúar annarra norrænna landa eiga rétt á nauðsynlegri læknisþjónustu meðan á tímabundinni dvöl í Finnlandi stendur. Þeir eiga einnig rétt á meðferð ef þeim versnar af langtímaveikindum. Heilbrigðisstarfsfólk metur hvort meðferð sé nauðsynleg með hliðsjón af lengd dvalar í Finnlandi.

Ef þú starfar í Finnlandi skemur en fjóra mánuði og ert með atvinnuleysistryggingu eða slysatryggingu fyrir starfstímabilið áttu rétt á opinberri heilbrigðisþjónustu í Finnlandi. Ef þú starfar í Finnlandi lengur en fjóra mánuði og uppfyllir vinnuskyldu áttu rétt á opinberri heilbrigðisþjónustu í Finnlandi, auk þeirra fríðinda sem kveðið er á um í finnskum lögum um sjúkratryggingar. Þú getur gengið úr skugga um það hjá finnsku almannatryggingastofnuninni, Kansaneläkelaitos (Kela) hvort þú ert sjúkratryggð/ur í Finnlandi.

Dveljir þú tímabundið í Finnlandi geturðu sýnt fram á rétt þinn til heilbrigðisþjónustu með því að framvísa skilríkjum og gefa upp fast heimilisfang þitt í öðru norrænu landi. Einnig nægir að framvísa evrópsku sjúkratryggingakorti. Slíkt kort færðu án endurgjalds í lögheimilislandi þínu.

Ef þú flytur til Finnlands á ellilífeyri eða örorkubótum geturðu sýnt fram á rétt þinn til heilbrigðisþjónustu í landinu með því að fylla út eyðublað E121 eða S1, sem þú færð í landinu sem greiðir þér lífeyri.

Samtök sjúklinga í Finnlandi

Tengiliðaupplýsingar fyrir ýmis samtök sjúklinga í Finnlandi veita SOSTE (Suomen sosiaali ja terveys ry) og Samband sjúklinga í Finnlandi.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna