Leiðbeiningar: flutt frá Færeyjum

Flytte fra Færøerne til udlandet
Hér er að finna upplýsingar um hvers þarf að gæta þegar þú flytur frá Færeyjum.

Hvar á að tilkynna flutning þegar flutt er frá Færeyjum?

Tilkynna skal flutning til þess sveitarfélags sem flutt er til. Ef þú flytur til annars norræns ríkis áttu að skrá flutning frá Færeyjum ef sveitarfélagið í landinu sem þú flytur til gerir kröfu um að þú skráir þig þar.

Þú þarft að hafa skráð þig í sveitarfélaginu í norræna ríkinu sem þú flytur til til þess að sveitarfélagið sem þú flytur frá í Færeyjum geti skráð brottflutning þinn.

Ef þú flytur til lands utan Norðurlanda í styttri tíma en sex mánuði geturðu áfram verið skráð/ur í Færeyjum. Sé dvölin lengri en sex mánuðir áttu að skrá flutninginn hjá því sveitarfélagi sem þú flytur frá.

Útlendingar sem flytjast frá Færeyjum

Þú ert sjálfkrafa með dvalarleyfi ef þú ert frá öðru norrænu ríki og átt heima í Færeyjum.

Aðrar reglur gilda um borgara frá öðrum ríkjum en Norðurlöndum sem flytjast aftur frá Færeyjum.

Dvalarleyfi getur fallið niður hjá útlendingum sem eru ekki frá Norðurlöndum ef þú ferð frá Færeyjum um lengri tíma eða flytur frá færeysku heimilisfangi. Þetta á einnig við þó að þú sért með tímabundið dvalarleyfi.

Falli dvalarleyfið niður er hætta á að þú getir ekki snúið aftur til Færeyja.

Ef þú ert útlendingur og hefur búið löglega í Færeyjum í minna en tvö ár máttu dveljast utan Færeyja allt að sex mánuðum.

Ef þú hefur búið löglega í Færeyjum í meira en tvö ár og ert með dvalarleyfi sem getur orðið varanlegt máttu dvelja utan Færeyja allt að tólf mánuðum.

Ef farið er yfir þessi tímamörk fellur dvalarleyfið niður.

Dvöl erlendis vegna herskyldu eða samfélagsþjónustu sem kemur í stað herskyldu reiknast ekki með.

Litið er á dvöl á Grænlandi eða í Danmörku sem dvöl erlendis.

Hægt er að sækja um undanþágu frá brottfalli dvalarleyfis.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna