Leiðbeiningar: flutt frá Finnlandi

Muutto Suomesta ulkomaille
Á þessari síðu er sagt frá þeim ráðstöfunum sem gera þarf í Finnlandi áður en flutt er þaðan til annars lands. Ráðstafanir hverju sinni velta meðal annars á því hvort flutt er til skemmri eða lengri tíma.

Þegar flutt er frá Finnlandi til annars lands er að mörgu að huga. Á þessari leiðbeiningasíðu finnur þú upplýsingar um það að tilkynna um flutning, breyta skráningu í þjóðskrá, skráningu almannatrygginga, aðild að atvinnuleysissjóði og hvað hafa þarf í huga varðandi búslóð og farangur.

Að tilkynna flutning í Finnlandi

Sé flutt til skemmri tíma, en þó lengur en til þriggja mánaða, þarf ávallt að tilkynna um flutninginn til finnsku stofnunarinnar um stafræna væðingu og lýðfræðigögn (Digi- ja väestötietovirasto) og finnsku almannatryggingastofnunarinnar (Kela).  Að sjálfsögðu þarf einnig að tilkynna um flutning til lengri tíma.

Skráning í þjóðskrá í nýju búsetulandi

Samkvæmt Norðurlandasamningnum um almannaskráningu getur hver íbúi á Norðurlöndum aðeins verið skráður í þjóðskrá eins norræns lands í einu. Tilhögun skráningar er ávallt í samræmi við reglur þess lands sem flutt er til.

Í nýja landinu þarf að skrá sig í þjóðskrá ef:

  • dvalið er á Grænlandi lengur en þrjá mánuði
  • dvalið er í Noregi, Danmörku, á Íslandi eða í Færeyjum lengur en sex mánuði
  • dvalið er í Svíþjóð lengur en tólf mánuði

Búir þú samtímis í tveimur mismunandi löndum ber þér að skrá þig í þjóðskrá þess lands sem þú verð mestum tíma í (minnst 183 daga á ári).

Nánari upplýsingar um skráningu í þjóðskrá í norrænu löndunum eru á upplýsingasíðum um skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi.

Almannatryggingar

Sé flutt til annars lands frá Finnlandi á ávallt að tilkynna finnsku almannatryggingastofnuninni (Kela) það sérstaklega.  Kela ákvarðar á grundvelli tilkynningar þinnar hvort að þú getur áfram átt aðild að finnskum almannatryggingum meðan á dvöl í öðru landi stendur.

Upplýsingar um það hvar þú átt aðild að almannatryggingum eftir flutninga milli landa eru á síðunni Almannatryggingakerfi hvaða lands tilheyrir þú?

Ef þú hefur áður átt rétt á finnskum atvinnuleysisbótum og ferð til annars lands vegna vinnu getur þú flutt áunninn rétt þinn til finnskra atvinnuleysisbóta með þér til nýja landsins. Nánari upplýsingar eru á síðunni Atvinnuleysisbætur í Finnlandi.

Skattlagning

Almenna reglan er sú að þú greiðir skatt til þess lands sem þú býrð eða aflar þér tekna í. Búir þú í öðru landi en þú aflar tekna í kunna tekjurnar að hafa áhrif á skattlagningu þína í búsetulandinu. Þess vegna þarf að telja allar tekjur frá bæði búsetulandinu og starfslandinu fram til skatts.

Nánari upplýsingar um skattlagningu eru á Norrænu skattagáttinni (Nordisk eTax) og á síðum landanna um skattlagningu.

Annað sem hafa þarf í huga

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um búslóðaflutninga, ökutæki og ökuréttindi.

Flutt með farangur eða búslóð

Upplýsingar um farangur eða búslóð þegar flutt er til norrænu landanna eru hér fyrir neðan. Litið er á flutninga til Álandseyja sem flutninga innan Finnlands.

Flytjir þú frá Finnlandi til norræns lands eða sjálfstjórnarsvæðis sem ekki er í Evrópusambandinu (Noregs, Íslands, Færeyja eða Grænlands) þarftu að senda tollinum innflutningstilkynningu vegna farangurs þíns og/eða búslóðar. Frjálst er að flytja með farangur og búslóð milli Evrópusambandslanda og óþarfi að tilkynna tollinum sérstaklega um slíkt.

Ökutæki

Ef þú flytur til annars norræns lands með bíl eða annað ökutæki þarf yfirleitt að skrá ökutækið í nýja landinu. Fólk sem býr annars staðar en í Finnlandi en dvelur tímabundið í Finnlandi má nota þar ökutæki sem skráð er annars staðar að vissum skilyrðum uppfylltum. Nánari upplýsingar um þessi skilyrði eru hér fyrir neðan.

Ökuskírteini

Finnskt ökuskírteini veitir ökuréttindi alls staðar á Norðurlöndum í þeim ökutækjaflokki sem merktur er á kortið. Sama gildir um íslenskt ökuskírteini. Nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningasíður vegna flutninga

Flytjir þú til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Íslands, Álandseyja, Grænlands eða Svalbarða gætir þú haft gagn af leiðbeiningasíðunum hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna