Norska lífeyriskerfið

Det norske pensjonssystemet
Hér er að finna upplýsingar um uppbyggingu norska lífeyriskerfisins.

Í Noregi er lífeyriskerfið þrískipt en þar er skilið milli ellilífeyris frá almannatryggingum, samningsbundins lífeyris (AFP) frá atvinnurekanda og séreignarsparnaðar. Mikilvægt er að kynna sér alla þessa þrjá hluta lífeyriskerfisins til þess að gera sér grein fyrir því hversu mikinn lífeyri viðkomandi mun fá. 

Ellilífeyrir frá almannatryggingum

Til þess að eiga rétt á ellilífeyri úr norskum almannatryggingum þarftu að hafa búið eða starfað í Noregi í fimm ár að lágmarki eftir að þú varðst 16 ára. Það þýðir að þú átt rétt á ellilífeyri frá Noregi ef þú hefur notið almannatrygginga eða haft tekjur með lífeyrisrétti í Noregi í að minnsta kosti fimm ár.

Samningsbundin lífeyrir (AFP) og annar lífeyrir frá atvinnurekendum

Lífeyririnn sem einstaklingur á rétt á veltur einnig á þeim lífeyrissamningum sem viðkomandi hefur átt aðild að á starfsferli sínum. Lífeyrissamningar ná til alls launafólks, bæði í opinbera geiranum og í einkageiranum. Fólk sem einhvern tíma hefur stundað vinnu í Noregi getur því hafa unnið sér inn lífeyrisrétt. Það er því rétt að hafa samband við núverandi eða fyrrverandi vinnuveitanda sinn til þess að fá upplýsingar um lífeyrisrétt. Um flest launafólk gildir að lífeyrisgreiðslur hefjast þegar lífeyrisaldri er náð við 67 ára aldur. 

Hafa skal samband við þann lífeyrissjóð sem greitt hefur verið í til þess að kanna rétt sinn ef flutt er frá Noregi.

Einstaklingur getur átt rétt á samningsbundnum lífeyri (AFP) ef samningar atvinnurekanda viðkomandi fela í sér AFP. AFP-samningurinn nær til nærri allra opinberra starfmanna og um helmings þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Til að að eiga rétt á AFP þarf að uppfylla tiltekin skilyrði. Ákvörðun um hvort viðkomandi uppfyllir þau skilyrði er tekin af atvinnu- og velferðarstofnuninni, NAV. EES-samkomulagið eða annað samkomulag um almannatryggingar nær ekki til AFP. AFP-lífeyrisþegi á því ekki sama rétt til dæmis til heilbrigðisþjónustu eins og ellilífeyrisþegi þegar hann eða hún flytur til annars EES-ríkis.

Atvinnurekandinn eða lífeyrissjóðurinn geta veitt upplýsingar um lífeyrissamninga hvers og eins.

Séreignarsparnaður

Séreignarsparnaður getur einnig verið hluti af lífeyrinum. Hann verður viðbót við aðrar lífeyrisgreiðslur þegar lífeyrisaldri er náð. Til eru mismunandi leiðir til að leggja fyrir og mismunandi séreignarlífeyrissparnaðarleiðir. Hver og einn verður að kynna sér hvað hentar best. Sumar sparnaðarleiðir eru bundnar þannig að ekki er hægt að taka út sparnaðinn fyrr en tilteknum aldri er náð en aðrar leiðir eru óbundnar. 

Hvert á að leita ef spurningar vakna um lífeyriskerfið í Noregi?

Ef spurningar vakna um lífeyri í Noregi má hafa samand við lífeyrisdeild NAV (NAV Pension) eða skoða þjónustusíðurnar Din Pension á nav.no.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna