Löggilding starfa í Noregi

Autorisasjon av yrker i Norge
Í Noregi eru nokkrar stéttir verndaðar með lögum og krefjast löggildingar. Hér finnurðu upplýsingar um þessar starfsgreinar.

Norðurlöndin eru einn mennta- og vinnumarkaður. Norrænir samningar eiga að tryggja möguleika fólks til þess að stunda nám og taka próf í menntastofnunum annars staðar á Norðurlöndum og að yfirvöld skuli vinna að því að fólk fái gagnkvæma viðurkenningu á lokaprófum, hlutaprófum eða annars konar vottorðum um frammistöðu til þess að þú getir sótt um störf hvarvetna á Norðurlöndum.

Í Noregi eru einstakar starfsgreinar verndaðar með lögum og þarf því löggildingu til þess að starfa við þær. Hér á eftir finnurðu algengustu lögvarin störf í Noregi og upplýsingar um hvaða stjórnvald veitir löggildingu í hverri starfsgrein fyrir sig.

Heilbrigðisstarfsfólk

Heilbrigðisyfirvöld, Helsedirektoratet, veita leyfi til að stunda lögvarin störf innan heilbrigðiskerfisins, til að mynda læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, lyfjafræðingum, lífeindafræðingum og sjúkraliðum.

Kennarar og leikskólakennarar

NOKUT annast mat á faglegri færni kennara og leikskólakennara með erlenda menntun.

Endurskoðendur, gjaldkerar, fasteignasalar

Fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, annast mat og viðurkenningu á löggildum endurskoðendum, löggildum gjaldkerum, löggildum fasteignasölum og innheimtumönnum.

Starfsfólk í dýraheilbrigðismálum

Matvælaeftirlitið, Mattilsynet, veitir dýralæknum, sjávarlíffræðingum á sviði fisksjúkdóma og aðstoðarmönnum dýralækna löggildingu til starfa.

Lögmenn

Eftirlitsnefnd með starfsemi lögmanna, Tilsynsrådet for advokatvirksomhed, gefur út leyfi til lögmanna, lögfræðinga og annarra sem veita lögfræðiaðstoð.

Siglingar

Siglingastofnun, Sjøfartsdirektoratet, getur út skírteini sjómanna í Noregi.

Flug og flugvirkjar

Loftferðaeftirlitið, Luftfartstilsynet, veitir starfsleyfi í flugsamgöngum.

Rafiðn

Stofnun samfélagsöryggis og almannavarna, Direktoratet for samfunnssikkerhet og beredskap, DSB, gefur út starfsleyfi í rafiðnaðargreinum.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna