Lýðháskólar í Færeyjum

Folkehøjskoler på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um námskeið sem lýðháskólinn í Færeyjum stendur fyrir.

Folkehøjskolen på Færøerne

Lýðháskólinn í Færeyjum

Í Færeyjum er einn lýðháskóli Hann er í Þórshöfn. Nám í lýðháskólanum er að mestu ætlað fullorðnu fólki og námskeiðum lýkur yfirleitt ekki með prófum. Námskeið getur staðið allt frá nokkrum dögum upp í fimm mánuði. Meginreglan er sú að greitt er fyrir nám á lýðháskólanum.

Námsframboð lýðháskólans er breytilegt frá ári til árs. Námsbrautir í listum eru vinsælastar ásamt námsbrautum í hugvísindum og félagsvísindum.

Á hverju ári er boðið upp á svokallað eldri borgara námskeið og er innihald námskeiðanna breytilegt. Sagðar eru sögur, sungið, haldin erindi, ferðast og svo framvegis.    

Kennt er á færeysku í lýðháskólanum.

Umsóknir

Umsóknarfrestur kemur fram á heimasíðu skólans og er breytilegur eftir námsleiðum. Yfirleitt er ekki farið fram á hæfnipróf eða inntökupróf.

Gisting og uppihald

Á lengri námskeiðum er yfirleitt hægt að búa á lýðháskólanum. Þar eru tveggja manna herbergi, einstaklingsherbergi og mötuneyti. Gisting og uppihald er yfirleitt innifalið í námskeiðsgjöldum.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu lýháskólans .

Einnig er hægt að skrifa eða hringja til skólans:

Heimilisfang: Háskúlavegur 14 · Tórshavn ·

Sími +298 311 743 ·

Netfang: haskulin@haskulin.fo

 

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna