Lýðháskólar í Færeyjum
Folkehøjskolen på Færøerne
Lýðháskólinn í Færeyjum
Í Færeyjum er einn lýðháskóli Hann er í Þórshöfn. Nám í lýðháskólanum er að mestu ætlað fullorðnu fólki og námskeiðum lýkur yfirleitt ekki með prófum. Námskeið getur staðið allt frá nokkrum dögum upp í fimm mánuði. Meginreglan er sú að greitt er fyrir nám á lýðháskólanum.
Námsframboð lýðháskólans er breytilegt frá ári til árs. Námsbrautir í listum eru vinsælastar ásamt námsbrautum í hugvísindum og félagsvísindum.
Á hverju ári er boðið upp á svokallað eldri borgara námskeið og er innihald námskeiðanna breytilegt. Sagðar eru sögur, sungið, haldin erindi, ferðast og svo framvegis.
Kennt er á færeysku í lýðháskólanum.
Umsóknir
Umsóknarfrestur kemur fram á heimasíðu skólans og er breytilegur eftir námsleiðum. Yfirleitt er ekki farið fram á hæfnipróf eða inntökupróf.
Gisting og uppihald
Á lengri námskeiðum er yfirleitt hægt að búa á lýðháskólanum. Þar eru tveggja manna herbergi, einstaklingsherbergi og mötuneyti. Gisting og uppihald er yfirleitt innifalið í námskeiðsgjöldum.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu lýháskólans .
Einnig er hægt að skrifa eða hringja til skólans:
Heimilisfang: Háskúlavegur 14 · Tórshavn ·
Sími +298 311 743 ·
Netfang: haskulin@haskulin.fo
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.