Námsmannaíbúðir í Færeyjum
Ef þú kemur til Færeyja til að stunda nám og vilt leigja þér húsnæði geturðu byrjað á að snúa þér til framhaldsskólanna. Nokkrir skólar eru með nemendagarða þar sem herbergi eru leigð út til þeirra nemenda sem koma lengst að.
Nemendagarða er til dæmis að finna á vegum tækniskólanna í Þórshöfn og Klakksvík en þeir eru einnig ætlaðar nemum annarra skóla. Í nemendagörðunum eru leigð út herbergi með húsgögnum ásamt sameiginlegu eldhúsi og stofu.
Sjúkrahúsið í Þórshöfn býður upp á húsnæði í nemendagörðum og litlar íbúðir fyrir fólk í starfsnámi eða fólk sem kemur tímabundið til starfa innan heilbrigðiskerfisins.
Leiga og kaup á húsnæði í Færeyjum
Opinbera byggingarfélagið í Færeyjum, Bústaðir, á og byggir húsnæði til útleigu.
Auk Bústaða er hægt að leigja og kaupa húsnæði á einkamarkaði.
Finna má hús, frístundahús, íbúðir og byggingalóðir til sölu á heimasíðum fasteignafélaga og einnig hjá lögmönnum í einkarekstri.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.