Opinbert samstarf Norðurlanda

Det nordiske samarbejdes flag
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg
Nánar um opinbert samstarf Norðurlanda.

Opinbert norrænt samstarf er víðtækt pólitískt samstarf Norðurlandanna fimm auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Samstarfið er grundvöllur sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum en í rúm 60 ár hefur hann gert Norðurlandabúum kleift að starfa hvar sem er á svæðinu.

Í samstarfinu er lögð áhersla á að skapa börnum og ungmennum tækifæri og styðja ungt fólk í að stunda háskólanám hvarvetna á Norðurlöndum.

Norðurlönd eru meðal þeirra svæða heimsins þar sem mest jafnrétti ríkir. Jafnrétti á vinnumarkaði hefur átt þátt í skapa hagsæld á Norðurlöndum. Atvinnuþátttaka norrænna kvenna er hvað hæst í heimi og karlar á Norðurlöndum eiga heimsmet í töku fæðingarorlofs.

Samstarf Norðurlanda vekur áhuga umheimsins á norrænni húsagerðarlist, kvikmyndum, mat, tísku og tónlist.

Norðurlönd eiga einnig víðtækt samstarf við alþjóðleg samtök og nágrannalöndin, meðal annars í þeim tilgangi að sporna við mansali og vernda lífríki sjávar í Eystrasalti og á norðlægum slóðum.

Nánari upplýsingar um opinbert samstarf Norðurlanda á vefnum norden.org.

Norrænar stofnanir og skrifstofur:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna