Rafræn skilríki í Danmörku - NemID

Logo for Mit ID
Ljósmyndari
Digitaliseringsstyrelsen
NemID eru rafræn skilríki sem hægt er að nota í samskiptum við hið opinbera í Danmörku og einnig við þjónustu á borð við netbanka og netverslanir.

NemID er innskráning fyrir bæði opinberar og einkareknar sjálfsafgreiðslulausnir og netbanka.

Hvað er NemID?

NemID samanstendur af notandanafni, aðgangskóða og lykilkorti með einnota kóðum (pappírskort). Þegar þú skráir þig inn slærðu fyrst inn notandanafnið þitt og aðgangskóðann og því næst kóða af lykilkortinu. Þú velur þér notandanafn og aðgangskóða og þarft að kunna þau utan að. Lykilkortið er lítið pappírskort á stærð við greiðslukort. Einnig er hægt að fá NemID sem app í síma eða kaupa rafrænan NemID-lykil sem er lítið tæki með takka og skjá.

Mit ID kemur í stað NemID

Nem ID verður skipt út fyrir Mit ID á árunum 2021 og 2022. Þú færð skilaboð í rafræna innhólfið þitt (eBoks) þegar þú þarft að grípa til aðgerða. Ef þú ert ekki með dönsk persónuskilríki þarftu að halda áfram að nota NemID eins og stendur.

Við hvað er hægt að nota NemID?

Hægt er að nota NemID til að hafa samskipti við hið opinbera í Danmörku ásamt ákveðnum öðrum tegundum af þjónustu. Meðal annars fæst aðgangur að netbanka, netverslun og samskiptum við yfirvöld, til dæmis:

  • Rafrænum pósti frá hinu opinbera (e-boks.dk)
  • Útfyllingu eyðublaða og þess háttar (borger.dk)
  • Umsóknum um nám (optagelse.dk)
  • Skattaupplýsingum (skat.dk)
  • Upplýsingum um lífeyri (pensionsinfo.dk)
  • Upplýsingum um heilsugæslu (sundhed.dk)

Netverslun

Þegar þú verslar á netinu þarft uft að nota NemID eða kóða sem þú ákveður til að samþykkja greiðslu með korti. Þetta er vegna öryggiskrafna frá ESB. Hafðu í huga að þú getur ekki notað NemID-lykilkortið til að samþykkja kortagreiðslur á netinu. Þess í stað geturðu notað Nem-ID-appið.

Hvernig fær maður NemID?

Þú getur fengið NemID ef:

  • þú hefur náð 15 ára aldri
  • þú ert með danska kennitölu
  • þú uppfyllir kröfur um skilríki (nánar á nemid.dk).

Þú þarft ekki að vera danskur ríkisborgari til að fá NemID. Þú getur einnig fengið NemID ef þú til dæmis hefur dvalarleyfi í Danmörku eða stundar þar nám. Ef þú ert yngri en 15 ára eða hefur ekki danska kennitölu geturðu aðeins fengið NemID fyrir netbanka ef bankinn býður upp á það. Hægt er að nálgast kröfur varðandi skilríki á nemid.dk.

Ef þú uppfyllir skilyrðin geturðu pantað NemID á borger.dk. Ef þú ert danskur ríkisborgari og býrð erlendis geturðu lesið um hvernig þú færð NemID á nemid.dk.

Hvar færðu svör við spurningum?

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna