Rannsóknastarf og styrkþegar í Finnlandi

Styrkir frá finnska ríkinu
Fólk búsett í Finnlandi sem þiggur styrk frá finnska ríkinu vegna fræðilegra rannsókna eða listatengdrar starfsemi skal útvega sér lögbundna lífeyris- og slysatryggingu. Í Finnlandi er það Tryggingastofnun landbúnaðarins, eða Mela, sem sér um lögbundnar lífeyris- og slysatryggingar.
Sinni styrkþegi fræðilegum rannsóknum, listatengdri starfsemi eða framhaldsnámi í Finnlandi á styrk sem fellur undir lífeyrislög tryggingastofnunar landbúnaðarins (Maatalousyrittäjien eläkelaitos eða Mela) um styrkfé, á hann rétt á almannatryggingum og fríðindum frá almannatryggingastofnun (Kansaneläkelaitos eða Kela) meðan hann þiggur styrk eða er í námi.
Á styrk frá Finnlandi en í vinnu annarsstaðar?
Sé unnið tímabundið erlendis þarf að athuga hjá Mela í hverju tilfelli fyrir sig hvort trygging sé gild á meðan. Miðað er við að trygging haldist í gildi svo lengi sem styrkþegi heyrir undir finnska almannatryggingakerfið. Það er ýmist Lífeyristryggingamiðstöð Finnlands (Eläketurvakeskus) eða almannatryggingastofnunin Kela sem úrskurðar um hvort svo sé.
Þiggi styrkþegi einnig laun frá erlendri stofnun eða fyrirtæki heyrir hann undir tryggingakerfi viðkomandi lands.
Styrkur frá öðru landi en Finnlandi
Þiggjendur styrkja frá öðrum löndum en Finnlandi eiga ekki rétt á lífeyristryggingu frá Mela. Þiggjendur erlendra styrkja sem búsettir eru í Finnlandi þurfa að kynna sér tryggingamál hjá viðeigandi stofnun í því landi sem þeir koma frá.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.