Réttur til heilbrigðisþjónustu í Færeyjum

Ret til sundhedsydelser på Færøerne
Hér má lesa um reglur um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu í Færeyjum

Allir einstaklingar sem eru búsettir í Færeyjum eiga rétt á greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Löggjöfin nær til einstaklinga 18 ára og eldri en þeir greiða 175 færeyskar krónur á mánuði og 0,60% af skattskyldum tekjum til opinberra sjúkratrygginga í Færeyjum, Heilsutrygd.

 

Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu nær til ókeypis læknisþjónustu og niðurgreiðslu á t.a.m. tannlæknisþjónustu, sjúkraþjálfara og vegna lyfjakaupa.

 

Einstaklingar sem dvelja erlendis vegna náms eða hjálparstarfa en hafa verið búsettir í Færeyjum í a.m.k. 5 ár fram að því eiga rétt á greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu í Færeyjum samkvæmt tilkynningu nr. 135 dags. 17. desember 2012 með síðari breytingum í tilkynningu nr. 25 dags. 4. apríl 2016. Ákvæðið á einnig við um einstaklinga frá Grænlandi og Danmörku sem dvelja tímabundið í Færeyjum.

 

Færeyingur sem búsettur er í Færeyjum á rétt á ókeypis aðstoð vegna veikinda í Danmörku samkvæmt tilkynningu nr. 565 dags. 29. apríl 2015.

 

Annars staðar á Norðurlöndum á Færeyingur rétt á ókeypis aðstoð vegna veikinda samkvæmt Norðurlandasamningi um almannatryggingar. Eins á Norðurlandabúi sem er á ferðalagi í Færeyjum rétt á sams konar aðstoð. 

 

Færeyskar sjúkratryggingar gilda að öllu jöfnu einungis í Færeyjum. Ferðamenn á leið til útlanda eru því hvattir til að kaupa sér ferðatryggingu ef veikindi skyldu koma upp á.

 

Nánari upplýsingar um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu í Færeyjum veita sjúkratryggingarnar Heilsutrygd.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna