Sjálfstætt starfandi í Svíþjóð

Kvinde ved computer ved Nordisk Råds session 2015 i Reykjavik.
Starfskraftur frá ESB- og EES-löndum
Ef þú sem atvinnurekandi ert að íhuga að ráða erlent vinnuafl, er mikilvægt að þú kynnir þér fyrirfram þær reglur og þau lög sem gilda.
Starfsfólk þarf að sýna gilt vegabréf eða önnur skilríki þar sem ríkisfangið kemur fram.
Þér er skylt að gera skriflegan ráðningarsamning í hvert sinn sem þú ræður starfsfólk. Ráðningarsamningurinn á að innihalda upplýsingar um ráðningarform, ráðningardagsetningu, verkefni/embætti, laun, vinnutíma, orlof og kjarasamninga.
Koma ber fram við starfsfólk frá ESB/EES-löndum á sama hátt og við sænskt starfsfólk í samræmi við jafnræðisreglu ESB. Sú regla bannar mismunun vegna þjóðernis hvað varðar ráðningu, laun og önnur starfs- og ráðningarkjör.
Samkvæmt kjarasamningum er atvinnurekanda skylt að kaupa ýmsar vinnumarkaðstryggingar fyrir starfsfólkið. Þú finnur nánari upplýsingar um tryggingar á vefsíðu Svenskt Näringsliv.
Ríkisborgarar í ESB/EES-löndum eiga rétt á almannatryggingum í því landi sem þeir starfa og greiða fyrir félagslegar tryggingar. Það á einnig við þegar starfsmaður býr í öðru ESB/EES-landi. Einnig aðrir í fjölskyldu starfsmannsins eru tryggðir í starfslandi hans þrátt fyrir að þeir starfi ekki í landinu.
Tryggingin tekur gildi á fyrsta ráðningardegi.
Meginreglan í skattalöggjöfinni er sú að starfsmaður greiðir skatt í starfslandinu. Undantekningar eru frá þeirri reglu. Skatteverket veitir þér nánari upplýsingar.
Starfsfólk frá öðrum löndum en ESB/EES-löndum
Ríkisborgarar annarra landa en ESB/EES-landa sem vilja starfa í Svíþjóð þurfa að vera með atvinnuleyfi. Atvinnuleyfið þarf að vera greinlega áritað í vegabréf einstaklingsins áður en hann kemur til Svíþjóðar.
Leitaðu nánari upplýsinga hjá Arbetsförmedlingen.
Gagnlegir tenglar fyrir atvinnurekendur
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.