Sjúkratryggingar meðan á námsdvöl stendur í Færeyjum

Sygesikring under studieophold på Færøerne
Norrænir borgarar eiga alltaf rétt á ókeypis heimsókn til læknis á heilsugæslustöð og til bráðameðferðar.

Allt fólk, þar með talið námsfólk, sem er skráð í þjóðskrá í Færeyjum á rétt á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um sjúkratryggingar (nánari upplýsingar á Heilsutrygd).

Um leið eiga allir sem eru orðnir átján ára að borga 170 kr. plús 0,55% af skattskyldum tekjum sínum (2015) á mánuði í sjúkratryggingu. Greiðslan er sjálfkrafa dregin af A-tekjum. Ef þú ert ekki með A-tekjur færðu greiðsluseðil í pósti.

Borgarar frá ríkjasambandinu

Ef þú kemur frá Danmörku eða Grænlandi til Færeyja og ert skráður þar í þjóðskrá hefurðu sömu réttindi til sjúkratrygginga og Færeyingar. Engar sérstakar reglur eiga við um námsfólk.

Borgarar utan ríkjasambandsins

Sértu aftur á móti frá öðru norrænu ríki utan danska ríkjasambandsins eða frá öðru landi utan Norðurlanda áttu ekki rétt á opinberum sjúkratryggingum fyrr en sex vikum eftir að þú hefur verið skráð/ur í þjóðskrá.

Tímabundin dvöl

Ef þú ert tímabundið í Færeyjum, vegna náms, sem ferðamaður eða í öðrum tilgangi, skemur en 180 daga ertu ekki skyldug/ur til þess að vera skráð/ur í þjóðskrá og ekki heldur skattskyld/ur að fullu. Þess vegna ertu ekki heldur skyldug/ur til að greiða sjúkratryggingu. Um leið ertu ekki heldur með rétt til að njóta ákveðinnar þjónustu sem fellur undir sjúkratryggingu.

Norrænir borgarar eiga þó alltaf, óháð skráningu í þjóðskrá, rétt á ókeypis heimsókn til læknis á heilsugæslustöð og til bráðameðferðar á sjúkrahúsum landsins.

Vakni spurningar varðandi greiðslu sjúkratrygginga má hafa samband við TAKS, sem eru færeysku skattayfirvöldin.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna