Sjúkratryggingar námsfólks í Danmörku

Sygesikring ved studieophold i Danmark
Hér er að finna upplýsingar um sjúkratryggingar þegar dvalist er við nám í Danmörku.

Takið eftir að eftirfarandi upplýsingar eru sniðnar að norrænu námsfólki í Danmörku.

Ef þú ert ekki í danskri þjóðskrá

Ef þú ert norrænn ríkisborgari og flytur til Danmerkur skemur en í sex mánuði er yfirleitt ekki litið á það sem flutning.

Óskir þú eftir því að skrá þig í danska þjóðskrá geturðu gert það ef þú gerir ráð fyrir að dveljast lengur en í þrjá mánuði í landinu.

Ef þú ert ekki í danskri þjóðskrá gilda um þig sjúkratryggingar heimalandsins.

Þú átt að sjálfsögðu rétt á læknisaðstoð í Danmörku í bráðatilvikum.

Ef þú ert með skráð lögheimili í Danmörku

Ef þú hyggst búa í Danmörku lengur en í sex mánuði þarftu að skrá lögheimili þitt í sama sveitarfélagi og þú býrð.

Þegar búið er að skrá þig í Danmörku færðu sjúkratryggingarskírteini sem veitir þér rétt til heilbrigðisþjónustu í danska heilbrigðiskerfinu.

Mikilvægt er að þú munir eftir því að skrá þig í þjóðskrá áður en sex mánuðir eru liðnir. Annars áttu á hættu að missa sjúkratryggingu bæði í Danmörku og heimalandinu.

Ef þú veist að þú verður í Danmörku lengur en í sex mánuði er góð hugmynd að skrá sig í þjóðskrá eins skjótt og unnt er.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna