Sjúkratryggingar námsmanna í Svíþjóð

Sygesikring for studerende i Sverige
Lesið um sjúkratryggingar þegar stundað er nám í Svíþjóð.

Meginreglan er sú að námsfólk frá öðrum norrænum löndum eigi rétt á nauðsynlegri meðferð í Svíþjóð.

Ef þú ert ekki með lögheimili í Svíþjóð

Ef þú ert norrænn ríkisborgari og flytur til Svíþjóðar en dvelur þar skemur en í tólf mánuði er yfirleitt ekki litið á það sem flutning.

Ef þú ert ekki með sænskt lögheimili ertu sjúkratryggð/ur í heimalandinu. Þá áttu aðeins rétt á meðferð á sænsku sjúkrahúsi ef um nauðsynlega meðferð er að ræða.

Þú þarft að taka evrópska sjúkratryggingarkortið með þér ef þú veikist á meðan þú dvelur tímabundið í Svíþjóð.

Ef þú ert með lögheimili í Svíþjóð

Ef þú hyggst stunda nám í Svíþjóð lengur en í eitt átt þarftu yfirfleitt að flytja lögheimili þitt til Svíþjóðar. Nánari upplýsingar á vefsíðunni um þjóðskrá í Svíþjóð. Þá þarftu að leita upplýsinga hjá sænskum almannatryggingum, Försäkringskassan, um hvort þú ert sjúkratryggð/ur í Svíþjóð en það fer eftir til að mynda búsetu, hvaðan þú færð fjárhagsaðstoð vegna náms, tengingu við fyrra búsetuland, hvað þú ráðgerir að dveljast lengi í landinu og fyrri tengslum þínum við vinnumarkaðinn.

Mikilvægt er að þú munir eftir því að skrá lögheimili þitt í landinu áður en tólf mánuðir eru liðnir, að öðrum kosti áttu á hættu að missa sjúkratryggingu bæði í Svíþjóð og heimalandinu.

Ef þú veist að þú verður í Svíþjóð lengur en í tólf mánuði er góð hugmynd að skrá lögheimilið eins skjótt og unnt er.

Sjúkratryggingar ef þú færð fjárhagsaðstoð í Svíþjóð vegna náms

Veikindi og fæðingarorlof

Á vefsíðu Centrala studiestödsnämndens um veikindi og fjárhagsaðstoð vegna náms er að finna upplýsingar um hvernig þú átt að bregðast við ef þú veikist eða þarft að annast náinn aðstandenda.

Ef veikindi koma upp sem koma í veg fyrir að þú getir stundað nám þitt geturðu átt rétt á fjárhagsaðstoð vegna náms. Þú finnur upplýsingar á vefsíðu Försäkringskassan um hvernig þú átt að bregðast við til að halda námsstyrknum eða láninu.

Ef þú starfaðir í Svíþjóð áður en þú hófst nám geturðu átt rétt á að halda tekjugrundvelli fyrir útreikninga á sjúkradagpeningum (SGI).

Ef þú ert í námi og átt von á barni skaltu leita upplýsinga hjá Försäkringskassan um reglur um fæðingarorlof og hvað þú átt rétt á háum fæðingarorlofsgreiðslum.

Tryggingar

Þú getur tryggt þig vegna veikinda, til dæmis með einkatryggingum.

Ef þú ert skiptinemi eða doktorsnemi geturðu átt rétt á sérstakri sjúkratryggingu. Leitaðu nánari upplýsinga hjá menntastofnuninni.

Ef þú ert skráður sem námsmaður með aðild að stéttarfélagi geturðu fengið tryggingu fyrir námsfólk gegnum stéttarfélagið.

Þú getur líka keypt einkatryggingu hjá tryggingarfélagi.

Ef þú veikist þegar þú ert í námi erlendis

Ef þú stundar nám í öðru norrænu landi og færð námslán eða námsstyrk hjá CSN áttu rétt á þeirri heilsugæslu sem þörf er á meðan þú dvelst í hinu landinu. Þú greiðir sama gjald fyrir heilsugæslu og aðrir íbúar dvalarlandsins.

Ef þú vinnur meðfram námi gilda aðrar reglur. Nánari upplýsingar hjá Försäkringskassan.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna