Skattlagning íbúa í Finnlandi sem sækja vinnu yfir landamæri

Rajatyöntekijän verotus Suomessa
Hér er fjallað um sérstakar reglur sem gilda þegar fólk sækir vinnu yfir landamæri.

Íbúar á landamærasvæðum

Fólk sem býr í einu landi og starfar í öðru landi skal greiða skatt af launatekjum í búsetulandinu ef það býr við landamæri Finnlands og Svíþjóðar eða Finnlands og Noregs og vinnustaðurinn er í sama sveitarfélagi en handan landamæranna. Að auki er skilyrði að dvelja reglulega, minnst tvo daga í viku, í föstu húsnæði sínu í búseturíkinu.

Til sveitarfélaga á landamærum Finnlands og Svíþjóðar teljast Finnlandsmegin Tornio, Ylitornio, Pello, Kolari, Muonio og Enontekiö og Svíþjóðarmegin Haaparanta, Övertorneå, Pajala og Kiiruna.

Til sveitarfélaga á landamærum Finnlands og Noregs teljast Noregsmegin Enontekiö, Inari og Utsjoki og Noregsmegin Karasjok, Kautokeino, Kåfjord, Nesseby, Nordreisa, Storfjord, Sør-Varanger og Tana.

Fólk sem ekki býr á landamærasvæðum

Fólk sem býr í einu landi og starfar í öðru, en býr ekki á landamærasvæði, greiðir tekjuskatt í starfslandinu.

Fólk með takmarkaða skattskyldu í Finnlandi greiðir þar fjármagnstekjuskatt eða þrepaskatt af launatekjum sínum. Nánari upplýsingar eru á síðunni Skattar í Finnlandi. Íbúar Finnlands sem starfa í Svíþjóð greiða svonefndan SINK-skatt til Svíþjóðar. Í Noregi er engin sérstök skattprósenta fyrir fólk með takmarkaða skattskyldu.

Nánari upplýsingar veita finnsk skattayfirvöld og norræna skattagáttin, Nordisk eTax.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna