Skattlagning íbúa í Finnlandi sem starfa í öðru norrænu landi

Verotus kun työskentelet Suomessa mutta asut toisessa Pohjoismaassa
Hér er sagt frá skattamálum íbúa í Finnlandi sem starfa í öðru norrænu landi.

Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar í Finnlandi?

Almenna reglan er sú að fólk er skattskylt í því landi sem það starfar í. Ef þú býrð í öðru norrænu landi en starfar í Finnlandi getur þú skoðað upplýsingar um skattlagningu á norrænu skattagáttinni, Nordisk eTax. Þegar um ræðir skattamál milli landa er best að beina fyrirspurnum beint til skattayfirvalda í eigin búsetulandi, sem veita upplýsingar um hvert tilfelli fyrir sig.

Um starfsfólk um borð í skipum og ferjum gilda sérstakar reglur sem einnig er að finna á vefsvæði Norrænu skattagáttarinnar.

Starfar þú tímabundið í Finnlandi sem útsendur starfsmaður fyrir vinnuveitanda í öðru landi?

Starfir þú tímabundið í Finnlandi sem útsendur starfsmaður fyrir vinnuveitanda í heimalandi þínu átt þú alla jafna aðeins að greiða skatt í heimalandinu. Nánari upplýsingar eru á síðunni Útsendir starfsmenn.

Býrð þú á landamærasvæði í Svíþjóð eða Noregi og starfar í Finnlandi?

Ef þú býrð á landamærasvæði og starfar í öðru ríki, en innan sama sveitarfélags og þú býrð í, greiðir þú skatt til búsetulandsins. Nánari upplýsingar í þessari grein um skattlagningu starfsfólks á landamærasvæðum í Finnlandi.

Hvar fæ ég nánari upplýsingar um skattlagningu í norrænu löndunum?

Spurningum um skattamál á Norðurlöndum og á milli norrænu landanna er hægt að beina til skattagáttarinnar Nordisk eTax, sem haldið er úti af skattayfirvöldum norrænu landanna. Á vefsvæði gáttarinnar er einnig mikið af gagnlegum upplýsingum um skattamál.

Hafðu samband:
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna