Skattlagning íbúðarhúsnæðis í Finnlandi

Asunnon verotus Suomessa
Hér segir frá skattlagningu íbúðarhúsnæðis í Finnlandi.

Skattlagning íbúðarhúsnæðis

Eigir þú íbúðarhúsnæði í Finnlandi og hafir af því leigutekjur þarftu að skila skattframtali í Finnlandi og greiða þar fjármagnstekjuskatt af tekjunum. Nánari upplýsingar eru á síðunni Skattar í Finnlandi og í leiðbeiningum finnskra skattyfirvalda um leigutekjur.

Við kaup á íbúðarhúsnæði í Finnlandi þarf að greiða framsalsskatt. Yfirleitt greiðir kaupandi eignarinnar hann. Við kaup á fyrstu íbúð þarf þó ekki að greiða framsalsskatt ef kaupandi er á aldrinum 18–39 ára. Nánari upplýsingar eru í leiðbeiningum finnskra skattyfirvalda um húsnæðiskaup.

Þú þarft ekki að greiða skatt af söluhagnaði íbúðar ef hún er í þinni eigu fram að sölu og ef þú eða einhver í fjölskyldu þinni hefur búið þar í að minnsta kosti tvö ár samfleytt. Hins vegar þarf að greiða skatt af söluhagnaði íbúðar sem seljandi eða fjölskyldumeðlimur hans hefur ekki haft fasta búsetu í. Nánari upplýsingareru í leiðbeiningum finnskra skattyfirvalda um sölu á íbúðarhúsnæði.

Leiðbeiningar vegna skattlagningar á leigutekjum og söluhagnaði vegna íbúðarhúsnæðis annars staðar en í Finnlandi eru á vefsvæði Norrænu skattagáttarinnar.

Skattlagning eignarlóða

Við kaup á lóð er greiddur sérstakur framsalsskattur sem nemur 4% af kaupverði í fasteignaviðskiptum. Þegar kaupin fara fram fær kaupandi einnig leiðbeiningar um lagalega staðfestingu á eignarrétti og eyðublöð vegna umsóknar um byggingarleyfi. Nánari upplýsingar á vefsvæði finnskra skattyfirvalda.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna