Skráning í þjóðskrá í Svíþjóð

Folkeregistrering i Sverige
Skatteverket er sú stofnun sem ber ábyrgð á skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð. Kynnt þér nánar réttindi þín og skyldur vegna skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð og hvaða skjöl þú þarft að hafa meðverðir til að tilkynna umflutning og fá sænska kennitölu til að geta fengið samræmingartölu og sænskt nafnskírteini.

Þú getur skráð þig í þjóðskrá hjá Skatteverket þegar þú flytur til Svíþjóðar. Mismunandi reglur gilda um skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð fyrir norræna ríkisborgara, ríkisborgara ESB og ríkisborgara landa utan ESB.

Ef þú flytur til Svíþjóðar frá öðru norrænu landi og hyggst búa þar lengur en í eitt ár þarftu að skrá þig í þjóðskrá í Svíþjóð og fá sænska kennitölu. Ef þú hyggst dvelja skemur en í eitt átt í Svíþjóð þarftu ekki að skrá þig og færð ekki sænska kennitölu. Ef þú þarft að greiða skatt í Svíþjóð færðu sænska samræmingartölu.

Reglur um skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð

Ríkisborgari norræns ríkis getur dvalið í Svíþjóð í allt að eitt ár án þess að skrá búsetu.

Ef þú hyggst dvelja í Svíþjóð í meira en 12 mánuði þarftu að skrá þig í þjóðskrá í Svíþjóð. Þú getur fyrst tilkynnt flutninginn til Svíþjóðar og fengið sænska kennitölu eftir að þú hefur flutt.

Um börn sem flytja til Svíþjóðar með foreldrum sínum gilda sömu reglur um skráningu í þjóðskrá og fyrir fullorðna.

Einungis er hægt að vera skráður í þjóðskrá í einu landi í einu. Sé einstaklingur í vafa um hvort hann skuli skrá sig í þjóðskrá í Svíþjóð, gilda reglur landsins sem flutt er til. Það er Skatteverket í Svíþjóð sem hefur umsjón með þjóðskrá og því skaltu hafa samband við Skatteverket ef þú vilt vita hvar þú átt að skrá þig.

Að tilkynna flutning til Svíþjóðar

Einstaklingur sem flytur til Svíþjóðar skal tilkynna flutning til Svíþjóðar áður en vika er liðin frá komu til landsins með því að heimsækja skrifstofu Skatteverket.

Hjá Skatteverket í Svíþjóð er kannað hvort skilyrði fyrir skráningu á til heimilis í Svíþjóð séu uppfyllt. Ef viðkomandi uppfyllir skilyrði til þess að vera skráður til heimilis í Svíþjóð er hann skráður svo frá þeim degi sem hann hefur tilkynnt um að sé flutningsdagurinn til Svíþjóðar, að því gefnu að flutningurinn sé tilkynntur innan viku frá uppgefnum flutningsdegi.

Ef umsókn um skráningu til heimilis berst síðar en viku frá þeim degi sem er uppgefinn flutningsdagur gildir heimilisskráningin frá þeim degi sem Skatteverket barst tilkynning um flutning til Svíþjóðar.

Skatteverket sér um að tilkynna flutninginn til þess lands sem flutt var frá.

Flutt til Svíþjóðar án foreldra

Einstaklingar innan átján ára aldurs sem flytja til Svíþjóðar án foreldra sinna þurfa að skrá sig í þjóðskrá á þjónustuskrifstofu skattayfirvalda (Skatteverket). Ef ætlunin er að flytja til ákveðins einstaklings í Svíþjóð þarf sá einstaklingur að koma með á skrifstofuna.

Eingöngu er leyfilegt að skrá sig í þjóðskrá í Svíþjóð ef ráðgert er að eiga heima í landinu í eitt ár að lágmarki. Mikilvægt er að muna eftir hafa með sér gilt vegabréf eða persónuskilríki frá heimalandinu. Ef sú/sá sem tilkynnir um flutning er yngri en sextán ára þarf forráðamaður að vera með í för. Að öðrum kosti þarf að hafa með sér bréf frá foreldrum eða forráðamanni. Í bréfinu þurfa að vera upplýsingar um hvernig megi ná í foreldrana og þeir þurfa að staðfesta að þeir séu samþykkir flutningum frá öðru norrænu ríki til Svíþjóðar.

Ef viðkomandi á meira en eitt foreldri/forráðamann þurfa báðir að skrifa undir.

Tilkynna brottflutningslandi um flutning til Svíþjóðar

Danmörk – Þegar flutt er frá Danmörku til Svíþjóðar skal tilkynna flutning til þjóðskrár bæði í búsetusveitarfélagi í Danmörku og þjóðskrá í Svíþjóð. Sé flutningur til Svíþjóðar samþykktur telst viðkomandi sjálfkrafa fluttur frá Danmörku. Sömu reglur eiga við um börn.

Finnland – Þegar flutt er frá Finnlandi til Svíþjóðar skal bæði tilkynna flutninginn til stofnunar stafvæðingar og manntals (Myndigheten för digitalisering och befolkningsdata) og þjóðskrár í Svíþjóð. Sé flutningur til Svíþjóðar samþykktur telst viðkomandi sjálfkrafa fluttur frá Finnlandi. Sömu reglur eiga við um börn.

Ísland – Flutning frá Íslandi til Svíþjóðar skal einungis tilkynna í Svíþjóð. Sé flutningur til Svíþjóðar samþykktur telst viðkomandi sjálfkrafa fluttur frá Íslandi. Sömu reglur eiga við um börn.

Noregur – Flutning frá Noregi til Svíþjóðar skal einungis tilkynna í Svíþjóð. Sé flutningur til Svíþjóðar samþykktur telst viðkomandi sjálfkrafa fluttur frá Noregi. Sömu reglur eiga við um börn.

Nauðsynleg skjöl við skráningu í Svíþjóð

Hafa skal vegabréf eða nafnskírteini meðferðis þegar tilkynnt er um flutning á skrifstofu Skattaverket.

Að auki skal hafa meðferðis skjöl sem staðfesta hjúskaparstöðu (hjúskaparvottorð) og fæðingarvottorð barna, ef einhver eru.

Ef sá sem hyggst skrá sig í þjóðskrá hefur verið skráður í þjóðskrá í Svíþjóð áður, og hafi hjúskaparstaða ekki breyst og ekki bæst við fleiri börn meðan á utanlandsdvölinni stóð, þarf ekki að hafa meðferðis skjöl um hjúskaparstöðu eða fæðingarvottorð barna.

Þurfi viðkomandi á aðstoð túlks að halda skal upplýsa um það með fyrirvara.

Almannatryggingar við skráningu í Svíþjóð

Þegar einstaklingur skráir sig í þjóðskrá í Svíþjóð falla almannatryggingar viðkomandi úr gildi í landinu sem flutt er frá – heimalandinu.

Þú þarft að hafa samband við Försäkringskassan í Svíþjóð þegar þú flytur til Svíþjóðar. Þá getur þú fengið ESB-kort eða styrki sem þú kannt að eiga rétt á.

Försäkringskassan ákvarðar um hvort þú eigir að eiga aðild að almannatryggingum í Svíþjóð. Ef ákvarðað er að þú skulir eiga aðild að almannatryggingum í Svíþjóð gætir þú átt rétt á greiðslum frá Försäkringskassan, til dæmis barnabótum eða húsnæðisstyrk

Ef einstaklingur er skráður í þjóðskrá í Svíþjóð þýðir það venjulega að viðkomandi er sjúkratryggður í Svíþjóð. Þó eru undantekningar frá þessari reglu, meðal annars ef viðkomandi er námsmaður eða ef hann var ekki sjúkratryggður í brottflutningslandinu. Ef viðkomandi er ekki viss um hvort hann er sjúkratryggður í Svíþjóð skal hann hafa samband við Försäkringskassan.

Sænsk kennitala

Allir einstaklingar sem eru skráðir í þjóðskrá í Svíþjóð fá sænska kennitölu.

Einstaklingur sem einu sinni hefur fengið sænska kennitölu heldur henni ævilangt. Það þýðir að kennitalan breytist ekki þótt flutt sé frá Svíþjóð.

Í Svíþjóð er kennitalan notuð í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki.

Sænsk samræmingartala

Í Svíþjóð getur þú fengið samræmingartölu ef þú ætlar að dvelja skemur en eitt ár í Svíþjóð og uppfyllir því ekki skilyrði fyrir skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð. Samræmingartalan auðveldar þér að eiga í samskiptum við sænskar stofnanir og aðra hluta samfélagsins, svo sem vinnuveitendur, banka, skóla, leigufélög, símafyrirtæki, rafmagnsveitur og fleira.

Það er Skatteverket sem ákveður hvort þú eigir rétt á sænskri samræmingartölu. Þú þarft að geta sýnt fram á hver þú ert með upplýsingum um nafn, fæðingardag og ríkisfang. Auk þess þarf umsóknin að innihalda upplýsingar um kyn, fæðingarstað og heimilisfang.

Hægt er að sækja um sænska samræmingartölu á ýmsa vegu, til dæmis eftir því hvort þú ert launþegi, rekur fyrirtæki, ert í námi eða átt eign í Svíþjóð en býrð í öðru landi. Þú getur sótt sjálf(ur) um samræmingartölu eða fengið sænska stofnun til að meta hvort þú eigir að fá samræmingartölu.

Einstaklingur sem ákveður síðar að skrá sig í sænska þjóðskrá fær kennitölu í stað samræmingartölunnar.

Á vefsíðu Skatteverket er að finna upplýsingar um hvernig sótt er um sænska samræmingartölu.

Sænskt nafnskírteini

Þegar einstaklingur hefur skráð sig í þjóðskrá í Svíþjóð og fengið kennitölu getur hann/hún sótt um sænskt nafnskírteini.

Nafnskírteinið er notað til þess að staðfesta aldur og til að staðfesta hver viðkomandi er við ýmsar aðstæður, til dæmis þegar lyf eru sótt í lyfjaverslun, við áfengiskaup, þegar greitt með greiðslukorti í verslun eða í bankaerindum.

Ríkisborgarar ESB/EES-landa utan Norðurlanda

Ríkisborgari í ESB/EES-landi utan Norðurlandanna getur annað hvort fengið dvalarleyfi sjálfur eða sem fjölskyldumeðlimur.

Á vefsíðunni Skatteverket.se má fá upplýsingar um hvað einstaklingur sem kemur frá ESB/EES-landi og ætlar eiga heima í Svíþjóð vegna náms,starfa eða af öðrum ástæðum á að gera.

Ríkisborgarar landa utan ESB/EES

Ríkisborgarar landa utan ESB /EES verða að sækja um dvalarleyfi til þess fá leyfi til að búa í Svíþjóð. Sótt er um dvalarleyfi annað hvort í sendiráði Svíþjóðar eða á skrifstofu ræðismanns Svíþjóðar í því landi sem flytja á frá. Einnig má sækja um dvalarleyfi hjá Migrationsverket þegar komið er til Svíþjóðar.

Ríkisborgari lands utan ESB/EES sem hefur fjölskyldutengsl við einstakling sem er ríkisborgari ESB-/EES-lands getur tilkynnt flutning til Skatteverket innan viku meðan hann/hún er í persónulegri heimsókn til þess að yfirvöld geti kannað hvort skilyrðum um skráningu til heimilis sé fullnægt.

Sé um fjölskyldutengsl við íbúa í ESB-/EES-landi að ræða þarf að sýna skriflega staðfestingu þess að einstaklingur megi dveljast í Svíþjóð vegna tengsla sinna við viðkomandi. Þá skal hafa gilt vegabréf meðferðis sem staðfestir hver einstaklingurinn er ásamt frumskjölum eða staðfestum skjölum sem staðfesta fjölskyldutengslin við þann ESB-/EES-borgara sem dvalarleyfið tengist.

Einstaklingur sem er með dvalarleyfi í Svíþjóð en er ekki ríkisborgari ESB-/EES-ríkis skal innan þriggja mánaða frá flutningi til Svíþjóðar sækja um dvalarkort (uppehållskort) hjá Migrationsverket.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna