Skráning í þjóðskrá í Svíþjóð

Folkeregistrering i Sverige
Hér er að finna upplýsingar um það hvenær fólk á rétt á og er skyldugt til að skrá sig í þjóðskrá í Svíþjóð, og hvernig er sótt um sænskt nafnskírteini (id-kort)

Reglur um skráningu í þjóðskrá í Svíþjóð

Ef einstaklingur sem er ríkisborgari í norrænu ríki hyggst dvelja í Svíþjóð í meira en 12 mánuði skal hann skrá sig í þjóðskrá.

Ríkisborgari norræns ríkis getur dvalið í Svíþjóð í allt að eitt ár án þess að skrá sig í þjóðskrá.

Um börn sem flytja til Svíþjóðar með foreldrum sínum gilda sömu reglur um skráningu í þjóðskrá og fyrir fullorðna.

Einungis er hægt að vera skráður í þjóðskrá í einu landi í einu. Sé einstaklingur í vafa um hvort hann skuli skrá sig í þjóðskrá í Svíþjóð, gilda reglur landsins sem flutt er til.

Ef einstaklingur er skráður í þjóðskrá í Svíþjóð þýðir það venjulega að viðkomandi er sjúkratryggður í Svíþjóð. Þó eru undantekningar frá þessari reglu, meðal annars ef viðkomandi er námsmaður eða ef hann var ekki sjúkratryggður í brottflutningslandinu. Ef viðkomandi er ekki viss um hvort hann er sjúkratryggður í Svíþjóð, skal hann hafa samband við tryggingarstofnun,  Försäkringskassan.

Þegar einstaklingur skráir sig í þjóðskrá í Svíþjóð falla almannatryggingar viðkomandi úr gildi í brottflutningslandinu. Hafa skal samband við Försakringskassan í Svíþjóð og tryggja að viðkomandi sé aðili að almannatryggingum í Svíþjóð.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna