Starfsleyfi í Svíþjóð

Autorisation i Sverige
Hér geturðu lesið um hvernig þú færð starfsleyfi í Svíþjóð ef þú ert með menntun frá öðru Norðurlandanna og hyggst starfa í Svíþjóð við löggilda starfsgrein.

Sumar starfsgreinar eru löggildar í Svíþjóð. Þá þarftu að sækja um leyfi til að starfa við þær í Svíþjóð.

Sú deild sænska háskólaráðsins sem sér um mat á erlendri menntun er ENIC-NARIC Sverige. Hlutverk ENIC-NARIC Sverige er að meta og viðurkenna erlenda háskólamenntun fyrir vinnumarkaðinn.

ENIC-NARIC Sverige getur upplýst þig um hvað þú þarft að gera til að fá menntun þína metna þegar þú leitar að vinnu innan starfsgreina sem krefjast ekki starfsleyfis, starfgreina sem krefjast starfsleyfis og starfsgreina sem um gilda sérstakar reglur um viðkomandi starfsgrein.

Þú finnur nánari upplýsingar um viðurkenning erlendrar menntunar til að geta starfað í Svíþjóð á vefsíðu háskólaráðsins, Universitets- och högskolerådet.

Mat á menntun á Norðurlöndum

Norðurlöndin eiga samstarf um mat á norrænni menntun. Samstarfið nefnist Norric. Þú finnur upplýsingar, einnig um skrifstofur á Norðurlöndum sem meta og viðurkenna menntun á vefsíðu Norric.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna