Starfsleyfi í tilteknum starfsgreinum í Danmörku

Í sumum starfsgreinum gilda sérreglur ef þú hyggst starfa í Danmörku. Sumar starfsgreinar eru löggiltar en um aðrar gilda alþjóðlegar reglur eða aðrar sérreglur.
Um 120 starfsgreinar í Danmörku krefjast starfsleyfis. Þú finnur heildarlista yfir þær á dönsku og ensku á vef mennta- og rannsóknaráðuneytisins (Uddannelses- og Forskningsministeriet, UFM). Þar er að finna leiðbeiningar um hvernig þú sækir um starfsleyfi í tilteknum starfsgreinum.
Alþjóðlegar reglur gilda um einstök starfsheiti í tilteknum starfsgreinum á sviði vega-, loft- og sjóflutninga. Þá eru starfsgreinar í Danmörku sem hafa mjög takmarkaðan aðgang fyrir einstaklinga með erlent ríkisfang eða erlenda menntun. Það á við ef viðkomandi er dómari, prestur eða starfar innan lögreglunnar.
Nánari upplýsingar er að finna hjá mennta- og rannsóknaráðuneytinu (UFM).
Ef þú starfar tímabundið í Danmörku
Ef þú ert ríkisborgari í öðru ESB- eða EES-landi og hefur starfað þar í landi að starfsgrein þinni er þér heimilt að starfa tímabundið eða við og við í Danmörku að því tilskildu að þú tilkynnir það skriflega til viðkomandi yfirvalda. Þú þarft ekki að tilkynna þig sem starfandi í greininni nema þess sé krafist í reglum sem gilda um umrædda starfsgrein.
Ef þú ert ríkisborgari í landi utan ESB eða EES geturðu aðeins skráð þig sem starfandi í greininni ef reglur um starfsgreinina leyfa það.
Innan ákveðinna starfsgreina sem hafa gildi fyrir almennt heilbrigði og öryggi er yfirvöldum heimilt að ganga úr skugga um starfsréttindi þín áður en þú hefur störf í Danmörku.
Tilkynning til yfirvalda
Þegar þú flytur í fyrsta sinn til Danmerkur í því skyni að veita þjónustu þarftu að tilkynna það skriflega til yfirvalda sem er að finna á listanum yfir löggiltar starfsgreinar.
Tilkynningunni þurfa að fylgja þau gögn sem krafist er.
Þú þarft að endurnýja tilkynninguna á hverju ári.
Upplýsingar til þjónustuþega
Að öllu jöfnu geturðu starfað undir sama starfsheiti og þú fékkst í námslandinu. Það á við nema þú hafir fengið starfsréttindi þín viðurkennd í Danmörku.
Yfirvöld geta í flestum tilvikum krafist þess að þú upplýsir þjónustuþega um:
- skráningu þína í leyfisskrá eða sambærilega skrá;
- nafn og heimilisfang þeirra yfirvalda sem sinna eftirliti í starfslandinu;
- fagfélag eða sambærileg samtök sem þú ert aðili að;
- starfstitil þinn eða prófskírteini ef starfstitillinn er ekki til;
- VSK-númer ef við á;
- tryggingaskírteini eða önnur gögn sem varða starfsábyrgð.
Nánari upplýsingar er að finna hjá mennta- og rannsóknaráðuneytinu (UFM).
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.