Stúdentaafslættir og hagsmunasamtök stúdenta í Finnlandi

Opiskelija-alennukset ja opiskelijoiden etujärjestöt Suomessa
Hér er sagt frá finnskum stúdentafélögum auk ýmiss konar afsláttar sem námsfólk í Finnlandi á rétt á.

Stúdentafélög í Finnlandi

Stúdentafélög eru starfandi í öllum finnskum skólum á háskólastigi. Öllum sem stunda grunn- eða meistaranám við finnskan háskóla er skylt að eiga aðild að stúdentafélagi og greiða því félagsgjald. Doktorsnemum er í sjálfsvald sett að skrá sig í stúdentafélag. Tengiliðaupplýsingar stúdentafélaganna eru á vefsvæði sambands finnskra stúdentafélaga (Suomen ylioppilaskuntien liitto eða SYL).

Aðild að stúdentafélagi er valfrjáls fyrir nemendur iðnháskóla. Tengiliðaupplýsingar nemendafélaga iðnháskólanna eru á vefsvæði sambands nemendafélaga iðnháskóla (Suomen opiskelijakuntien liitto eða Samok)

Hvar fæ ég stúdentakort og hvaða fríðindi veitir það?

Erlend stúdentakort eru alla jafna ekki tekin gild í Finnlandi. Hið alþjóðlega ISIC-kort veitir þó einhver fríðindi. Finnskt stúdentakort er hægt að panta gegnum stúdentafélag viðkomandi skóla. Stúdentakort flestra stúdentafélaga veita fríðindi sem hægt er að lesa um á þjónustuvefnum Frank.

Með því að framvísa finnsku stúdentakorti færð þú máltíðir á afsláttarverði í stúdentamötuneytum sem styrkt eru af Kela.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna