Námsmannaíbúðir og stúdentagarðar í Svíþjóð

Studieboliger og kollegier i Sverige
Hvar finnur þú námsmannahúsnæði í Svíþjóð? Hver er leigan og hvernig ferð þú á biðlista? Hér geturðu lesið um námsmannaíbúðir og húsnæðisbætur fyrir námsfólk í Svíþjóð.

Hvort sem þú vilt ljúka heilli námsgráðu eða aðeins einni önn í Svíþjóð þarftu án efa að finna þér húsnæði.

Hér má finna upplýsingar um námsmannaíbúðir í Svíþjóð, en mundu að einnig er ýmsa hópa og samfélög að finna á samfélagsmiðlum fyrir námsfólk í útlöndum. Þar finnur þú húsnæðisauglýsingar frá öðrum nemendum sem eru að framleigja íbúðir sínar eða leita að meðleigjendum.

Hvaða tegundir námsmannahúsnæðis eru til í Svíþjóð?

Í Svíþjóð eru til þrjár tegundir af námsmannahúsnæði: herbergi á stúdentagörðum (korridorrum), leiguherbergi (studentettor) og leiguíbúðir (lägenheter).

  • Herbergi á stúdentagarði er einstaklingsherbergi með eigin baðherbergi, sameiginlegu eldhúsi og sameiginlegu rými sem deilt er með öðrum nemendum á sama gangi. Stundum er baðherbergi einnig deilt með öðrum. Aðeins einum einstaklingi er heimilt að búa í herbergi á stúdentagarði og yfirleitt er aðeins greidd leiga fyrir þá níu mánuði ársins sem eru á námstíma.
  • Leiguherbergi (studentetta) eru litlar íbúðir með eigin baðherbergi og eldhúsi eða eldhúskrók. Íbúðirnar eru yfirleitt um 20 til 30 fermetrar að stærð og gerðar fyrir einstaklinga, en tveimur einstaklingum er þó heimilt að búa í þeim.
  • Námsmannaíbúðir eru af ýmsum stærðum og með mismunandi herbergjafjölda, með bæði eldhúsi og baðherbergi. Það getur verið erfitt að greina á milli námsmannaíbúða og almennra íbúða en oftast eru námsmannaíbúðir innréttaðar út frá þörfum tveggja vina eða pars. Aðeins sá íbúi sem er námsmaður og hefur undirritað leigusamninginn ber ábyrgð á viðhaldi íbúðarinnar og leigugreiðslum.

Hvaða aðrir búsetukostir eru í boði í Svíþjóð?

Í sumum háskólaborgum og -bæjum gildir húsnæðisréttur (bostadsgaranti) en í stærstu borgunum getur verið erfitt að finna húsnæði. Það getur því verið þess virði að íhuga að framleigja eða leigja herbergi á meðan beðið er eftir varanlegu húsnæði.

Námsfólk í Svíþjóð getur einnig valið að leita sér að almennri íbúð (hyresrätt) eða kaupa íbúð (bostadsrätt) á fastaeignamarkaði.

Ef þú hyggst taka húsnæði á leigu á meðan þú stundar nám í Svíþjóð skaltu leita upplýsinga hjá sveitarfélaginu þar sem þú ert í námi um hvernig þú skráir þig á biðlista sveitarfélagsins.

Það getur reynst erfitt að finna leiguhúsnæði í stærri borgum Svíþjóðar. Því er ráðlegt að kanna hvort einkaaðilar séu á leigumarkaði í sveitarfélaginu þínu og eins að leita á einkareknum húsnæðisgáttum.

Í Svíþjóð er algengt að íbúðir séu framleigðar vegna þess hversu erfitt er að finna leiguhúsnæði. Ef þú framleigir áttu ekki fullan rétt til húsnæðisins og þú leigir það af leigusala en ekki eiganda húsnæðisins.

Þú getur lesið nánar um það sem hafa þarf í huga varðandi húsaleigusamninga og réttindi þín á vefsíðu Info Norden, Húsnæði í Svíþjóð, í kaflanum Leiguhúsnæði.

Hyresgästföreningen eru samtök leigjenda í Svíþjóð. Aðild að samtökunum gerir þér kleift að leita aðstoðar í samskiptum þínum við leigusala.

Þú getur leitað að húsnæði í Svíþjóð á sænsku vefsíðunni Blocket.

Hvernig skrái ég mig á biðlista eftir námsmannahúsnæði í Svíþjóð?

Menntastofnanir bjóða yfirleitt ekki upp á íbúðarhúsnæði. Þessi mál eru í höndum ýmissa húsnæðisfélaga.

Flest námsmannaíbúðafélög halda úti eigin biðlista eða notast við húsnæðisfélög í nágrenninu til að úthluta námsmannahúsnæði. Hvert húsnæðisfélag setur sér reglur um biðlista og leigusölu og þess vegna eru fleiri en einn biðlisti í stærri háskólabæjum og -borgum.

Enginn landsbundinn biðlisti eftir námsmannahúsnæði er til staðar í Svíþjóð og ekki hægt að yfirfæra biðtíma frá einu húsnæðisfélagi til annars.

Þú getur fengið upplýsingar um hvernig sótt eru um námsmannahúsnæði á vefsíðum húsnæðisfélaganna í þeim bæjum eða borgum í Svíþjóð þar sem þú hefur áhuga á að stunda nám.

Það getur reynst erfitt að finna námsmannahúsnæði í upphafi annar. Ef þú veist ekki hvar þú munt stunda nám er oft hægt að skrá sig á biðlista á mörgum stöðum í einu, svo þú skalt hafa samband við eins mörg húsnæðisfélög og þú getur.

Lág húsaleiga gerir það að verkum að oft er erfitt að finna íbúð og yfirleitt eru langir biðlistar að herbergjum á stúdentagörðum í stærri borgum. Þess vegna borgar sig að sækja um herbergi á stúdentagarði eins snemma og hægt er.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá námsmannahúsnæði í Svíþjóð?

Þú þarft að vera í námi til að mega búa í námsmannahúsnæði í Svíþjóð. Það þýðir að þú þarft að vera skráð/ur í háskólanám og menntunin skal vera námsstyrkshæf.

Til að búa í námsmannahúsnæði í Svíþjóð þarf að ljúka tilteknum fjölda eininga á hverri önn. Hafðu samband við húsnæðisfélagið þitt til að fá upplýsingar um hvaða reglur gilda.

Doktorsnemum og gestafræðimönnum er yfirleitt velkomið að sækja um námsmannahúsnæði í Svíþjóð.

Get ég búið í námsmannahúsnæði án þess að stunda nám í Svíþjóð?

Þú þarft að vera í námi fá samning fyrir námsmannaíbúð í Svíþjóð. Ef þú munt ljúka námi þarftu að flytja úr námsmannahúsnæðinu.

Leigutíminn er oft ótímabundinn og oft er hægt að vera áfram í húsnæðinu í allt af ár eftir að námi er lokið.

Hvað greiða námsmenn í húsaleigu í Svíþjóð?

Flestir námsmenn þiggja námslán eða -styrki frá heimalandi sínu þegar þeir stunda nám í Svíþjóð og fjármagna húsnæði sitt með þeim hætti. Einnig vinna margir námsmenn í hlutastarfi með námi.

Húsaleiga fer eftir stærð, gæðum og staðsetningu. Dýrara er að búa og leigja í stærstu borgum Svíþjóðar.

Geta námsmenn sótt um húsnæðisbætur í Svíþjóð?

Sem námsmaður í Svíþjóð geturðu átt rétt á húsaleigustyrk hjá Försäkringskassan.

Húsaleigustyrkur miðast við tekjur þínar og húsaleiguna sem þú gefur upp þegar þú sækir um húsaleigustyrk. Ef þú hefur meiri tekjur en áætlað var er þér skylt að endurgreiða hluta af styrknum.

Ertu alþjóðlegur námsmaður í leit að húsnæði í Svíþjóð?

Ef þú ert erlendur námsmaður skaltu kanna hvort menntastofnunin býður upp á húsnæði. Stundum taka skólarnir ákveðinn fjölda húsnæðis frá fyrir erlent námsfólk, svo sem skiptinema og þá sem stunda skiptinám utan skiptiáætlana (free movers).

Námsmenn frá löndum utan Schengen-svæðisins þurfa að hafa fengið dvalarleyfi áður en þeir koma til Svíþjóðar. Stundum þarf að framvísa dvalarleyfi til að skrá sig á biðlista eftir húsnæði fyrir námsmenn en í öðrum tilfellum er slíkt ekki nauðsynlegt.

Sum félög krefjast þess að þú sýnir inntökubréf frá háskólanum til að geta skráð þig á biðlista.

Ábendingar fyrir námsfólk með fötlun í Svíþjóð

Ef þú ert með fötlun og vilt stunda nám í Svíþjóð geturðu lesið nánar um hvaða aðstoð er hægt að fá í Svíþjóð á vefsíðunni Studera med funktionshinder.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna