Stúdentaíbúðir og stúdentagarðar í Svíþjóð

Studieboliger og kollegier i Sverige
Lesið um stúdentaíbúðir og húsaleigustyrk fyrir námsfólk í Svíþjóð.

Námsmannaíbúðir

Ef þú ert á leiðinni í nám til Svíþjóð geturðu leitað á húsnæðismarkaði að leigu-, eignar- eða búsetahúsnæði.

Námsfólk velur þó oft að sækja um húsnæði á stúdentagörðum (Studentkortet) eða leiguíbúðum fyrir ungt fólk.

Yfirleitt er ódýrara að búa á stúdentagörðum en í íbúðum en rýmið er að sjálfsögðu þrengra. Ef þú býrð á stúdentagarði í Svíþjóð greiðir þú yfirleitt aðeins leigu í þá níu mánuði sem þú ert í námi.

Lág húsaleiga gerir það að verkum að oft er erfitt að finna íbúð og yfirleitt eru langir biðlistar að herbergjum á stúdentagörðum í stærri borgum. Þess vegna borgar sig að sækja um herbergi á stúdentagarði eins snemma og hægt er.

Ef þú ætlar að sækja um herbergi á stúdentagarð hefurðu samband við stúdentagarðinn eða námsráðgjafa á menntastofnuninni þar sem þú hefur nám.

Menntastofnanir bjóða yfirleitt ekki upp á íbúðarhúsnæði. Það er í umsjón ýmissa húsnæðisfélaga. Hvert húsnæðisfélag setur sér reglur um biðlista og leigusölu og þess vegna eru fleiri en einn biðlisti í stærri háskólabæjum. Þess vegna er ekki hægt að yfirfæra biðtíma frá einu húsnæðisfélagi til annars.

Nánari upplýsingar um húsnæðisfélög sem bjóða upp á námsmannaíbúðir eða hvernig sótt er um námsmannaíbúðir í ýmsum bæjum er að finna á vefnum sokstudentbostad. Þú getur líka leitað upplýsinga á heimasíðum menntastofnana um námsmannaíbúðir á viðkomandi stöðum.

Þú getur lesið nánar um það sem þú þarft að hafa í huga varðandi húsaleigusamningu og réttindi þín á vefsíðu Info Norden um Húsnæði í Svíþjóð í kaflanum um Leiguhúsnæði. Þú getur lesið meira á vefsíðunni Om boende.

Hyresgästföreningen eru samtök leigjenda. Aðild að samtökunum gerir þér kleift að leita aðstoðar í samskiptum þínum við leigusalann.

Annað húsnæði í boði

Ef þú hyggst taka húsnæði á leigu á meðan þú stundar nám í Svíþjóð skaltu leita upplýsinga hjá sveitarfélaginu þar sem þú ert í námi um hvernig þú skráir þig á biðlista sveitarfélagsins.

Það getur reynst erfitt að finna leiguhúsnæði í stærri bæjum Svíþjóðar. Því er ráðlegt að kanna hvort einkaaðilar séu á leigumarkaði í sveitarfélaginu þínu og eins að leita á einkareknum húsnæðisgáttum.

Í Svíþjóð er algengt að íbúðir séu framleigðar vegna þess hversu erfitt er að finna leiguhúsnæði. Ef þú framleigir áttu ekki fullan rétt til húsnæðisins og þú leigir það af leigjanda en ekki eiganda húsnæðisins.

Erlent námsfólk

Ef þú ert erlendur námsmaður skaltu kanna hvort menntastofnunin býður upp á húsnæði. Stundum er ákveðinn fjöldi húsnæðis tekinn frá fyrir erlent námsfólk.

Húsleigustyrkur fyrir námsfólk

Sem námsmaður í Svíþjóðu geturðu átt rétt á húsaleigustyrk hjá Försäkringskassan. Húsaleigustyrkur miðast við tekjur þínar og húsaleiguna sem þú gefur upp þegar þú sækir um húsaleigustyrk. Ef þú hefur meiri tekjur en áætlað var er þér skylt að endurgreiða hluta af styrknum.

Námsfólk með fötlun

Ef þú ert með fötlun geturðu lesið nánar um hvaða aðstoð er í boði á vefsíðunni Studera med funktionshinder.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna