Sumarstarf í Svíþjóð

Tidsbegrænset ansættelse i Sverige
Hér finnurðu upplýsingar um kjarasamninga, orlofsgreiðslur og reglur um starfsumhverfi ef þú hyggur á sumarstarf eða annars konar tímabundið starf í Svíþjóð.

Spurðu um kjarnasamning

Ef þú hyggur á sumarstarf eða annars konar tímabundið starf í Svíþjóð er mikilvægt að þú gangir í skugga um að starfskjörin séu mannsæmandi.

Spurðu um kjarasamning

Gakktu úr skugga um að vinnustaðurinn fylgi kjarasamningum. Kveðið er á um laun, frí og önnur kjör í kjarasamningum og ef vinnustaðurinn er ekki aðili að slíkum samningi þarftu að semja um það sérstaklega. Kjarasamningur er samningur sem stéttarfélag og atvinnurekandi gera með sér. Ef kjarasamningur er við gildi á hann við um allt starfsfólkið sama hvort það er í stéttarfélagi eða ekki.

Aldrei vinna launalaust

Stundum bjóða atvinnurekendur sumarstörf til reynslu án launa. Þrátt fyrir að þig langi mikið í starf máttu aldrei vinna án þess að fá laun fyrir.

Lestu samninginn áður en þú skrifar undir hann

Samkvæmt sænskum lögum áttu alltaf rétt á ráðningarsamningi. Ráðningrsamningur er samningur milli atvinnurekanda og starfsmanns sem sýnir að þú vinnur þar. Þar á meðal annars að koma fram hver verkefni þín eru, hvað ráðningartíminn er langur og hver ræður þig í vinnu.

Ef það er eitthvað í ráðningarsamningnum sem þú skilur ekki er mikilvægt að þú spyrjir atvinnurekandann út í það áður en þú undirritar samninginn.

Ef þú vinnur á stað sem er háður veðri er atvinnurekandanum heimilt að tilkynna þér að það sé engin vinna tiltekinn dag sökum veðurs og senda þig heim án launa. En ef ráðningarsamningurinn kveður á um hversu margar klukkustundir á viku þú átt að vinna getur atvinnurekandinn aldrei sent þig heim án launa.

Kynntu þér vinnuverndarreglur

Góð hugmynd er að kynna sér vinnuverndarreglurnar svo þú vitir hvernig þú átt að vinna störf þín án þess að það bitni á andlegri eða líkamlegri heilsu þinni.

Sumar reglur gilda um fólk yngra en 18 ára til dæmis ef þú vinnur á lager og átt að lyfta þungum hlutum. Sum störf eru bönnuð ungu fólki undir 18 ára aldri. Ef þú ert yngri en 18 ára er þér ekki heimilt að vinna á nóttunni og þú mátt heldur ekki vinna lengur en í átta klukkustundir á daginn eða 40 klukkustundir á viku.

Réttur á orlofsgreiðslum

  Þrátt fyrir að þú eigir ekki rétt á orlofi þegar þú gegnir sumarstörfum þá áttu rétt á orlofsgreiðslum. Stundum reyna atvinnurekendur að smeygja orlofsgreiðslum inn í launin en samkvæmt lögum á að greiða orlof til viðbótar við launin. Eigi síðar en mánuði eftir að þú lýkur störfum áttu að fá greitt orlofsfé.

  Svört vinna

  Svört vinna þýðir að ekki er um ráðningu að ræða og þú ert tæknilega ekki ráðin/n á vinnustaðinn. Ef eitthvað kemur fyrir þig í vinnunni ertu ekki tryggð/ur á nokkurn hátt.

  Þú átt alltaf að fara fram á að fá launaseðil sem sýnir brúttólaunin, það er launin áður en greiddur er skattur af þeim, og nettólaunin, sem er sú upphæð sem þú færð þegar búið er að greiða skatt af laununum. Ef þú færð launaseðil er það sönnun þess að skattur hefur verið dreginn af launum þínum.

  Nordjobb

  Ríkisborgarar á Norðurlöndum eða ESB-löndum á aldrinum 18-30 ára geta sótt um sumarstörf hjá Nordjobb sem miðlar húsnæði og vinnu fyrir ungt fólk annars staðar á Norðurlöndum.

  Samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna