Þegar flutt er til Svíþjóðar vegna náms

Bøger og computer på et bord
Ljósmyndari
Photo by freddie marriage on Unsplash
Listi yfir undirbúningsatriði fyrir nám í Svíþjóð. 10 hlutir sem gott er að hafa í huga.
  1. Samþykkt nám: Gakktu úr skugga um að námið sé viðurkennt í heimalandi þínu. Það á bæði við um heilbrigðis- og iðnnám.
  2. Tryggingar: Vertu viss um að vera með tryggingu sem er gild. Kynntu þér hjá tryggingarfélaginu þínu hvaða reglur gilda þegar aðstæður þínar breytast.
  3. Almannatryggingar: Kannaðu í hvaða landi þú ert almannatryggð/ur meðan þú dvelst í Svíþjóð.
  4. Veikindi: Taktu evrópusjúkratryggingakortið með ef þú skildir veikjast.
  5. Flutningar: Yfirleitt þarft ekki að tilkynna flutning til Svíþjóðar ef áætluð dvöl er aðeins stutt námsvera. Ef þú hyggst dvelja lengur en tólf mánuði í Svíþjóð þarftu að tilkynna flutninginn.
  6. Póstfang: Mundu að láta áframsenda póstinn á nýtt heimilisfang í Svíþjóð.
  7. Bankareikningur: Finndu banka sem mætir þínum þörfum á meðan námsdvölin varir.
  8. Húsnæði: Kynntu þér húsnæðismálin þar sem þú hyggst stunda nám. Kannaðu hvort menntastofnunin taki sérstaklega á móti námsfólki eða veiti nýju námsfólki upplýsingar og þess háttar.
  9. Stúdentspróf: Vertu viss um að vera með stúdentspróf sem er gilt. ISIC-kortið er alþjóðleg námsmannaskilríki sem veitir þér ýmis konar afslátt víða um heim.
  10. Kóðar: Vertu viss um að vera með öll PIN-númer á hreinu. Mundu að taka með þér aðgangsupplýsingar þínar að helstu stofnunum í heimalandinu.
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna