Þegar flutt er til Svíþjóðar vegna náms

- Samþykkt nám: Gakktu úr skugga um að námið sé viðurkennt í heimalandi þínu. Það á bæði við um heilbrigðis- og iðnnám.
- Tryggingar: Vertu viss um að vera með tryggingu sem er gild. Kynntu þér hjá tryggingarfélaginu þínu hvaða reglur gilda þegar aðstæður þínar breytast.
- Almannatryggingar: Kannaðu í hvaða landi þú ert almannatryggð/ur meðan þú dvelst í Svíþjóð.
- Veikindi: Taktu evrópusjúkratryggingakortið með ef þú skildir veikjast.
- Flutningar: Yfirleitt þarft ekki að tilkynna flutning til Svíþjóðar ef áætluð dvöl er aðeins stutt námsvera. Ef þú hyggst dvelja lengur en tólf mánuði í Svíþjóð þarftu að tilkynna flutninginn.
- Póstfang: Mundu að láta áframsenda póstinn á nýtt heimilisfang í Svíþjóð.
- Bankareikningur: Finndu banka sem mætir þínum þörfum á meðan námsdvölin varir.
- Húsnæði: Kynntu þér húsnæðismálin þar sem þú hyggst stunda nám. Kannaðu hvort menntastofnunin taki sérstaklega á móti námsfólki eða veiti nýju námsfólki upplýsingar og þess háttar.
- Stúdentspróf: Vertu viss um að vera með stúdentspróf sem er gilt. ISIC-kortið er alþjóðleg námsmannaskilríki sem veitir þér ýmis konar afslátt víða um heim.
- Kóðar: Vertu viss um að vera með öll PIN-númer á hreinu. Mundu að taka með þér aðgangsupplýsingar þínar að helstu stofnunum í heimalandinu.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.