Leiðbeiningar: Nám í Svíþjóð

Bøger og computer på et bord
Photographer
Photo by freddie marriage on Unsplash
Fólk nám hvaðanæva að úr heiminum velur að sækja sér menntun í Svíþjóð. Í þessum leiðbeiningum er gefið yfirlit yfir möguleika til menntunar, umsóknarferli, fjármögnun og húsnæðismál fyrir fólk sem hyggst stunda nám í Svíþjóð í styttri eða lengri tíma. Einnig má nota þessar leiðbeiningar sem gátlista yfir allt það mikilvæga sem þarf að hafa í huga.

Það eru margar góðar ástæður til þess að sækja sér háskólamenntun. Í háskólanámi getur þú kafað dýpra ofan í tiltekið fag til lengri tíma. Þú lærir að vinna með mikið magn upplýsinga sem gefur þér færni til að takast á við áskoranir í atvinnulífinu með nýjum aðferðum.

Einnig eru góðar ástæður sem mæla með því að stunda nám í útlöndum. Það er gott að hafa slíkt nám á ferilskránni og það getur verið leið til menntunar sem þú hefðir ekki sótt þér í heimalandinu. Það er líka skemmtileg og spennandi upplifun sem gefur þér færi á að nýta tungumálaþekkingu þína og kynnast nýrri menningu og nýju landi.

Áður en þú tekur stökkið til Svíþjóðar vakna örugglega einhverjar spurningar um umsóknarferlið, hvaða menntun er í boði og hvernig hlutirnir gagna fyrir sig í tengslum við skráningu lögheimilis, veikindi og húsnæðisleit. Info Norden hefur útbúið þessar leiðbeiningar sem við vonum að gagnist þér vel á leið þinni í draumanámið í Svíþjóð.

Geta erlendir ríkisborgarar stundað nám í Svíþjóð?

Já, erlendir ríkisborgarar geta stundað nám í Svíþjóð. Reglurnar eru þó nokkuð mismunandi eftir því frá hvaða landi þú ert. Þú þarft ekki að vera sænskur ríkisborgari eða hafa búsetu í Svíþjóð til að stunda nám við sænskan háskóla. Ekki eru gerðar aldurskröfur fyrir til að stunda nám í Svíþjóð.

Norrænu löndin bjóða námsmönnum frá Norðurlöndum jöfn tækifæri til að stunda háskólanám alls staðar á Norðurlöndum, þökk sé samningi Norðurlanda um aðgang að æðri menntun.

Ríkisborgarar ESB-/EES-ríkja geta einnig stundað nám í Svíþjóð án þess að þurfa að sækja um dvalarleyfi. Ef þú starfar, stundar nám eða býrð yfir efnum til að sjá fyrir þér hefur þú sem ríkisborgari ESB-/EES-ríkis sjálfkrafa rétt til að dvelja í Svíþjóð.

Ef þú ert ríkisborgari þriðja ríkis og hyggst stunda nám í meira en þrjú ár við háskóla, tæknisháskóla, starfsmenntaháskóla eða lýðháskóla í Svíþjóð þarftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komuna til Svíþjóðar. Þú þarft að hafa fengið leyfið áður en þú ferðast til Svíþjóðar.

Er hægt að stunda nám ókeypis í Svíþjóð?

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands, ESB-/EES-ríkis eða Sviss, eða hefur fengið varanlegt dvalarleyfi eða tímabundið dvalarleyfi (ekki vegna náms) í Svíþjóð, þarftu ekki að greiða skólagjöld í Svíþjóð.

Ríkisborgarar annarra landa en ESB-/EES-ríkja og Sviss þurfa að greiða skráningar- og skólagjöld bæði fyrir grunn- og framhaldsnám.

Nánari upplýsingar um gjöld er að finna á Antagning.se.

Er hægt að fá fjárhagsaðstoð vegna náms í Svíþjóð?

Flestir námsmenn frá Norðurlöndum fá fjárhagsaðstoð frá heimalandi sínu. Ef þú ert ríkisborgari í öðru norrænu landi gætirðu þó átt möguleika á að fá fjárhagsaðstoð vegna náms frá Svíþjóð, CSN. Það kann til dæmis að vera ef þú hefur dvalist lengi í Svíþjóð eða ef þú hefur unnið í Svíþjóð.

Byrjaðu á því að hafa samband við námslánasjóðinn í heimalandi þínu til að kanna hvort námið sem þú vilt stunda í Svíþjóð gefi rétt á námsstuðningi og hvort þú eigir rétt á honum.

Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um nám í Svíþjóð?

Nánar má lesa um háskólanám á síðum Info Norden. Þar má finna upplýsingar um ólíkar gerðir náms, svo sem háskólanám, fagmenntun á háskólastigi og starfsmenntun á háskólastigi.

Á vefsvæðinu Utbildningsguiden er að finna nýjar og nákvæmar upplýsingar á sænsku um allar opinberlega viðurkenndar námsleiðir í Svíþjóð, þ.e. framhaldsskólanám, háskólanám og fullorðinsfræðslu og endurmenntun.

Á vefnum studera.nu má finna upplýsingar um háskólanám í Svíþjóð.

Vefsvæðið studyinsweden.se er ætlað fyrir erlenda námsmenn og inniheldur upplýsingar um námsleiðir og almennar upplýsingar um nám í Svíþjóð.

Hvernig fær maður inngöngu í nám í Svíþjóð?

Skráning í háskólanám í Svíþjóð fer fram á vefnum antagning.se. Þar eru gefnar ítarlegar upplýsingar um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla. Ef þú uppfyllir inntökuskilyrðin hefur þú rétt á því að stunda námið, eða „behörighet“ á sænsku.

Er hægt að fara í skiptinám til Svíþjóðar?

Ef þú stundar nám annars staðar á Norðurlöndum getur þú kannað hvort skólinn þinn bjóði upp á skiptinám til Svíþjóðar. Sænskir háskólar gera oft eigin samninga við skóla í öðrum löndum. Einnig er vert að kanna skiptinámsáætlanir á borð við Erasmus+ og Nordplus.

Nýtist sænsk menntun erlendis?

Alla jafna nýtist háskólamenntun frá Svíþjóð þér alls staðar á Norðurlöndum en einhverjar námsleiðir eru þó miðaðar að sænskum vinnumarkaði eða reglum. Í hverju norrænu landanna eru ákveðin starfsheiti jafnframt lögvernduð og krefjast því löggildingar. Þetta á sérstaklega við um starfsgreinar í heilbrigðisþjónustu og iðnfög.

Ávallt borgar sig að kynna sér reglur um viðurkenningu á námi og löggildingu í því landi sem þú sérð fyrir þér að vilja starfa í að námi loknu.

Þarftu að skrá þig í þjóðskrá þegar þú ert í námi í Svíþjóð?

Almennt þarf ekki að tilkynna flutning til Svíþjóðar við stutta dvöl vegna náms.

Ef þú hyggst dvelja lengur en tólf mánuði í Svíþjóð þarftu kanna hvort þú þurftir að tilkynna um flutninginn.

Hvar áttu að eiga aðild að almannatryggingum þegar þú stundar nám í Svíþjóð?

Þú þarft að kanna hjá almannatryggingastofnun í heimalandi þínu eða í Svíþjóð í hvoru landinu þú eigir að eiga vera tryggð/ur á meðan þú dvelur í Svíþjóð. Slíkt fer meðal annars eftir af því hversu lengi þú munt dvelja þar og hvort þú munir vinna samhliða náminu.

Hvað gerist ef þú veikist á meðan þú ert í námi í Svíþjóð?

Norrænir ríkisborgarar og ríkisborgarar ESB-/EES-ríkja eða Sviss eiga alltaf rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð. Þetta á við óháð því hvort þú sért með skráð lögheimili í Svíþjóð eða ekki. Þú þarft að hafa evrópska sjúkratryggingakortið þitt meðferðist til að fá kostnað endurgreiddan ef þú skyldir veikjast eða slasast á meðan þú stundar nám í Svíþjóð.

Ef þú ert með lögheimili í Svíþjóð áttu einnig rétt á heilbrigðisþjónustu og ráðgerðri heilsugæslu í Svíþjóð.

Gilda einkatryggingar þegar þú stundar nám í Svíþjóð?

Hafðu samband við tryggingafélagið þitt til að kanna hvort tryggingarnar þínar haldi gildi sínu á meðan þú stundar nám í Svíþjóð eða hvort þú þurftir að skipta yfir í sænskt tryggingafélag.

Það getur verið gott að kaupa ferðatryggingu og jafnvel innbús- eða tjónatryggingu fyrir húsnæði.

Er gagnlegt að opna bankareikning við nám í Svíþjóð?

Þú ættir að hafa samband við banka þinn í heimalandinu til að tryggja að þarfir þínar verði uppfylltar á meðan þú stundar nám í Svíþjóð. Tryggðu að þú munir PIN-númerin þín og önnur mikilvæg númer til að þú komist inn á vefsíður ýmissa stofnanna í heimalandi þínu.

Ef þú dvelur löglega í Svíþjóð eða öðru ESB-/EES-ríki og framvísar gildum persónuskilríkjum í bankanum áttu rétt á að stofna bankareikning í Svíþjóð. Bankinn getur ekki krafist þess að þú sért með sænska kennitölu eða heimilisfang í Svíþjóð.

Er þörf á námsmannaskilríkjum í Svíþjóð?

Gott er að eiga námsmannaskilríki sem gefa ýmsa afslætti fyrir námsmenn. ISIC-kortið er alþjóðleg námsmannaskilríki sem gefur þér afslætti víða um heim.

Viltu fá póst sendan til Svíþjóðar?

Ef þú hyggst dveljast lengi í Svíþjóð getur verið gott að fá póst framsendan á nýja heimilisfangið í Svíþjóð.

Hvar finnur þú húsnæði fyrir nám í Svíþjóð?

Kynntu þér húsnæðismál í bænum eða borginni í Svíþjóð sem þú hyggst stunda nám í. Kannaðu hvort skólinn þinn bjóði upp á húsnæði eða taki sérstaklega á móti nýjum nemum.

Þú getur einnig haft samband við sænsk námsmannasamtök, gengið í Facebook-hópa – bæði hópa fyrir svæðið þar sem þú vilt búa og hópa með samlöndum þínum – og hengt upp auglýsingar á námsstaðnum, verslunum í nágrenninu eða annars staðar þar sem auglýsingatöflu er að finna.

Ef þú hefur skráð þig á biðlista eftir húsnæði og hefur ekki fengið námsmannaíbúð við upphaf annar skaltu vera áfram á biðlistanum. Nýjar íbúðir losna allt árið.

Gott er að íhuga hvort þú viljir deila húsnæði með öðrum eða búa í sameiginlegu húsnæði með öðrum. Auðveldara er að fá húsnæði með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi. Þú getur einnig breytt óskum þínum um staðsetningu til að leita ekki aðeins að húsnæði miðsvæðis. Það er bæði auðveldara og ódýrara að finna húsnæði utan borgarsvæðanna í Svíþjóð.

Ef þú leigir húsnæði á almenna leigumarkaðnum þarftu að huga að ákvæðum leigusamningsins. Gættu þess alltaf að fá skriflegan samnings. Vertu vakandi gagnvart svindli á almenna leigumarkaðnum. Þú getur fengið upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda hjá Hyresgästföreningen.

Hvert skal leita þegar fyrirhugað er að stunda nám í Svíþjóð?

Hafðu samband við skólann sem þú vilt stunda nám hjá til að fá frekari upplýsingar. Þú getur einnig haft samband við antagning.se eða sænska háskólaráðið (Universitets- och högskolerådet, UHR) ef sérstakar spurningar vakna um umsóknarferli, inntökuskilyrði og mat á erlendri menntun.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna