Umsókn um fæðingu í Svíþjóð eða erlendis

Óvænt fæðing í útlöndum
Evrópska sjúkratryggingakortið bætir allan kostnað við læknisheimsóknir og meðferðir í tenglsum við óléttu, einnig óvænta fæðingu ef fæðingin hefst á ferðalagi erlendis.
Áætluð fæðing í útlöndum
Ef áformað er að fæðingin verði erlendis, á að hafa samaband við heilbrigðiskerfið á viðkomandi stað og biðja um fyrirfram samþykki til þess að geta fengið kostnað greiddann.
Ef þú býrð og starfar í Svíþjóð og villt fæða í öðru norrænu landi á að sækja um fyrirfram samþykki hjá sænsku sjúkratryggingunum (S2-eyðublað), hjá Försäkringskassan, um að þær greiði fyrir ráðgerða heilsugæslu í öðru norrænu landi.
Ef þú býrð í öðru norrænu landi en óskar eftir því að fæða barn þitt í Svíþjóð þarftu að sækja um það í heimalandinu. Almannatryggingastofnunin í landinu þar sem þú ert tryggð gefur út fyrirframleyfi til þessa.
Ef þú ert almannatryggð í Danmörku eða Finnlandi sækirðu um á eyðublaði S2.
Ef þú ert almannatryggð á Íslandi eða í Noregi sækirðu um á eyðublaði E112 til að fá fjármögnun á ráðgerðri heilsugæslu í Svíþjóð.
Ef þú býrð í einu norrænu landi en sækir vinnu í öðru norrænu landi geturðu valið hvort þú vilt fæða í búsetulandinu eða landinu þar sem þú starfar.
Aftur á móti er ekki hægt að krefjast þess að barnið fá heilbrigðisþjónustu eftir fæðingu í því landi sem starfað er.
Skráning í þjóðskrá og kennitala fyrir barn sem fæðist erlendis
Ef þú fæðir barn erlendis, og ert með lögheimili í Svíþjóð, á við komu til Svíþjóðar hafa samband við og skrá barnið hjá Skatteverket þar sem þú býrð, til þess að barnið geti fengið sænska kennitölu. Ef þú fæðir barn þitt í öðru norrænu landi gerist þetta ekki sjálfkrafa. Þú þarft að koma með erlent fæðingar- og skírnarvottorð barnsins.
Ef þú aftur á móti býrð erlendis og fæðir barnið þar, en barnið verður sænskur ríkisborgari, á barnið ekki rétt á því að fá sænska kennitölu. Barnið fær ekki sænska kennitölu fyrr en það flytur til Svíþjóðar og uppfyllir þær kröfur sem gilda um skráningu í Svíþjóð.
Ríkisborgararéttur og nafngjöf
Ríkisborgararéttur barnsins ræða af gildandi lögum þar sem foreldrar barnsins eru ríkisborgarar.
Barn foreldra sem báðir eru ríkisborgarar í norrænu landi fær alltaf ríkisfang móðurinnar. Hvort barnið fær einnig ríkisfang hins foreldrisins fer eftir því í hvaða landi barnið fæðist og hvort foreldrar eru giftir
Í Svíþjóð skal gefa börnum nafn áður en þau verða þriggja mánaða. Nafnið er skráð hjá Skatteverket.
Ef skíra á barnið í sænskri kirkju þarf að hafa samband við það prestakall sem þið tilheyrið. Ef þið óskið eftir því að barnið verði skírt í öðru norrænu landi þurfið þið að hafa samband við prestakall í því landi sem skírnin er ráðgerð.
Meðgöngueftirlit
Ef þú dvelst í öðru norrænu landi lengur en í sex mánuði áttu rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á meðan á dvölinni stendur. Þú greiðir sömu komugjöld og heimamenn.
Meðgöngueftirlit flokkast undir nauðsynlega þjónustu. Engu að síður er það heilbrigðisstarfsfólkið sem metur hvort um sé að ræða nauðsynlega heilsugæslu og þess vegna skaltu snúa þér beint til þeirrar mæðraverndarstöðvar sem þú hefur augastað á.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.