Upplýsingar um kórónufaraldurinn á Norðurlöndum

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft í för með sér miklar breytingar fyrir alla sem vanist hafa opnum landamærum á Norðurlöndum. Hér fyrir neðan eru tenglar á almennar upplýsingasíður yfirvalda norrænu landanna um hömlur og lokanir, reglur um komur til landsins og möguleika á skimun og bólusetningu í löndunum.
Hafa ber í huga að reglur geta breyst með skömmum fyrirvara. Því skaltu alltaf hafa samband við yfirvöld ef spurningar vakna. Info Norden býr ekki yfir frekari upplýsingum en þeim sem nálgast má á heimasíðum yfirvalda.
Ef þú starfar á landamærasvæði
Upplýsingar um sérstök atriði sem hafa þarf í huga ef maður starfar á landamærasvæði, svo sem hvað varðar skattamál og almannatryggingar, má nálgast hjá upplýsingaþjónustu hvers svæðis.
Hver eru áhrif kórónuveirunnar á norræna vinnumarkaði?
Ef þú þarft upplýsingar um áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaði á Norðurlöndum má nálgast safn tengla á upplýsngar um atvinnuleysi í hverju landi á norden.org.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.