Upplýsingar um kórónufaraldurinn á Norðurlöndum

Norðurlönd hafa orðið fyrir barðinu á nýju kórónuveirunni. Í mörgum löndum hefur faraldurinn leitt til umfangsmikilla og skyndilegra aðgerða á borð við ferðatakmarkanir, tilmæli um að halda fjarlægð frá öðrum og bönn við fjölmennum samkomum. Norrænu löndin grundvalla aðgerðir sínar á upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í hverju landi. Mikilvægt er að athuga að tilmæli eru mismunandi milli landa. Þú skalt því kanna hvaða tilmæli gilda í því landi þar sem þú dvelur.
Nokkur Norðurlandanna hafa innleitt sérstaka löggjöf fyrir vinnumarkað og atvinnulíf. Ef þetta snertir þig bendum við þér á að hafa samband við viðeigandi yfirvöld til að fá nánari upplýsingar.
Hér eru upplýsingar um stöðu mála, tilmæli, ferðatakmarkanir og fleira í norrænu löndunum:
Mundu líka að leita nýjustu upplýsinga á vefsvæði þíns sveitarfélags.
Hvaða áhrif hefur kórónufaraldurinn á norrænan vinnumarkað?
Vanti þig upplýsingar um það hvaða áhrif kóróna hefur á vinnumarkaðinn á Norðurlöndum geturðu fundið hlekki á upplýsingar um atvinnuleysi í norrænu löndunum á norden.org.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.