Örorkulífeyrir í Svíþjóð

Svensk førtidspension
Hér getur þú lesið þér til um örorkulífeyri í Svíþjóð (sjúkrabætur), hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að sækja um hann og hvernig hægt er að fá sænskan örorkulífeyri þegar flutt er frá Svíþjóð. Ef þú hefur starfað í tveimur löndum getur þú einnig lesið þér til um hvernig þú sækir um örorkulífeyri frá mörgum löndum.

Í Svíþjóð er ekki greiddur örorkulífeyrir eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þess í stað eru greiddar sjúkrabætur.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá sænskar sjúkrabætur?

Sjúkrabætur eru greiðslur til einstaklinga eldri en 19 ára sem munu líklega aldrei geta stundað fulla vinnu vegna veikinda, slyss eða fötlunar.

Til þess að eiga rétt á sjúkrabótum þarftu að vera almannatryggð/ur í Svíþjóð og hafa verið almannatryggð/ur þegar þú veiktist. Ef þú ert almannatryggð/ur í einu landi eru það reglurnar þar í landi sem skera úr um hvort þú eigir rétt á bótum.

Hvernig eru sjúkradagpeningar reiknaðir í Svíþjóð?

Upphæð sjúkrabóta ræðst af fyrri tekjum þínum. Ef þú hefur ekki stundað vinnu eða haft lágar tekjur færðu lágmarksbætur. Upphæð lágmarksbóta ræðst af aldri þín og hvað þú hefur búið lengi í Svíþjóð.

Hvernig sæki ég um sjúkrabætur í Svíþjóð

Þú sækir um sjúkrabætur hjá Försäkringskassan.

Hvernig sæki ég um örorkulífeyri frá öðru norrænu landi?

Ef þú býrð í Svíþjóð og sækir um örorkulífeyri frá öðru norrænu landi hefurðu samband við systurstofnun Försäkringskassan í umræddu landi.

Hvernig sæki ég um örorkulífeyri frá tveimur löndum?

Þegar þú sækir um örorkulífeyri frá fleiri en einu norrænu landi þarftu að hafa hugfast að stofnanir landanna gera ólíkar kröfur þegar sótt er um örorkulífeyri.

Mikilvægt er að greina Försäkringskassan frá því ef þú færð lífeyri eða bætur frá öðru landi. Eins þarftu að upplýsa Försäkringskassan um ef breytingar verða á lífeyri eða bótum öðrum löndum. Ef þú gerir það kemur í veg fyrir að þurfa að endurgreiða bætur.

Hvaða bótum kann ég að eiga rétt á í Svíþjóð?

Ef þú færð sjúkrabætur í Svíþjóð getur verið að þú eigir einnig rétt á húsnæðisstyrk.

Get ég tekið sænskan örorkulífeyri með mér til annars norræns lands?

    Þú getur tekið sænskan örorkulífeyri (sjúkrabætur) með þér til annars norræns lands.

    EF þú flytur búferlum til útlanda þarftu að gera Försäkringskassan viðvart. Mikilvægt er að þú upplýsir Försäkringskassan um heimilisfang þitt, banka og númer bankareiknings svo hægt verði að greiða þér sjúkrabæturnar í framhaldinu.

    Má ég vinna á meðan ég fæ sjúkrabætur?

    Ef þú vilt vita hvað þú mátt þéna mikið eða hvað þú eigir að gera ef þú vilt byrja að vinna þegar þú færð sjúkrabætur skaltu leita upplýsinga hjá Försäkringskassan um það sem á við um aðstæður þínar.

    Hvernig eru sjúkrabætur greiddar við andlát?

    Sænskar sjúkrabætur eru greiddar dánarbúinu til mánaðarloka eftir að andlátið ber að höndum. Sem eftirlifandi aðstandandi þarftu ekki að gera neitt.

    Hvar á ég að greiða skatta af sænskum veikindabótum ef ég bý í öðru landi?

    Almennar upplýsingar um skatta milli Norðurlandanna er að finna á norrænu skattagáttinni Nordisk eTax og hjá Skatteverket í Svíþjóð.

    Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

    Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassan í síma +46 (0)771-524 524 eða leitað upplýsinga á vef Försäkringskassan.

    Nánari upplýsingar

    Spurning til Info Norden

    Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

    ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

    Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
    Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna