Viðurkenning erlendra prófgráða á Álandseyjum

Kockar i arbete
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig þú færð erlenda prófgráðu viðurkennda á Álandseyjum. Einnig eru gefnar upplýsingar um mat á menntun og hvernig það gengur fyrir sig á Álandseyjum.

Ítarlegri upplýsingar um þetta eru gefnar á síðu um viðurkenningu erlendra prófgráða á Finnlandi.

Ef þú flytur til Álandseyja með prófgráðu gætir þú þurft að sækja um að fá prófgráðuna eða menntunina metna til móts við samsvarandi menntun á Álandseyjum/í Finnlandi. Þú getur leitað til menntasviðs landsstjórnar Álandseyja til að fá erlenda prófgráðu viðurkennda.
Ef um er að ræða fag innan heilbrigðisþjónustunnar skaltu hafa samband við Valvira, sem hefur ákvörðunarvald um starfsréttindi innan heilbrigðisþjónustunnar.
Þú getur haft samband við framhaldsskóla Álandseyja til að fá mat á menntun. Matið getur leitt til þess að þú fáir prófgráðu eða hluta af prófgráðu.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um mat á erlendri háskólagráðu geturðu haft samband við menntasvið landsstjórnar Álandseyja

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna