Viðurkenning á erlendum prófgráðum í Danmörku

Anerkendelse af udenlandske uddannelser i Danmark
Hér er að finna upplýsingar um hvernig þú færð erlenda menntun þína metna í Danmörku

Ef þú ert með bóklegt framhaldsskólapróf

Norðurlöndin viðurkenna menntun sem veitir aðgang að námi, í Danmörku er þar átt við lokapróf úr framhaldsskóla. Ef einstaklingur er með framhaldsskólapróf frá öðru norrænu ríki hefur hann rétt á fá inngöngu í framhaldsnám á sömu forsendum og námsmenn með danska menntun.

Eina undantekningin er sú að Danmörk og Noregur hafa gert með sér samning um hámarksfjölda norskra námsmanna sem geta stundað nám í læknisfræði og tannlækningum í Danmörku og öfugt.

Ef þú ert með háskólapróf

Þú getur sótt um að erlend menntun þín verði metin í Danmörku hjá  mennta- og rannsóknaráðuneytinu.

Sumar starfsgreinar krefjast starfsleyfis

Sumar starfsgreinar eru löggiltar í Danmörku en þá þarftu starfsleyfi til að starfa í Danmörku.

Norrænt samstarf um viðurkenningu á menntun

Nánari upplýsingar um norrænt samstarf um  gagnkvæma viðurkenningu á menntun er að finna á vef danska mennta- og rannsóknaráðuneytisins.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna