Viðurkenning á erlendum prófgráðum í Danmörku

Ef þú ert með bóklegt framhaldsskólapróf
Norðurlöndin viðurkenna menntun sem veitir aðgang að námi, í Danmörku er þar átt við lokapróf úr framhaldsskóla. Ef einstaklingur er með framhaldsskólapróf frá öðru norrænu ríki hefur hann rétt á fá inngöngu í framhaldsnám á sömu forsendum og námsmenn með danska menntun.
Eina undantekningin er sú að Danmörk og Noregur hafa gert með sér samning um hámarksfjölda norskra námsmanna sem geta stundað nám í læknisfræði og tannlækningum í Danmörku og öfugt.
Ef þú ert með háskólapróf
Þú getur sótt um að erlend menntun þín verði metin í Danmörku hjá mennta- og rannsóknaráðuneytinu.
Sumar starfsgreinar krefjast starfsleyfis
Sumar starfsgreinar eru löggiltar í Danmörku en þá þarftu starfsleyfi til að starfa í Danmörku.
Norrænt samstarf um viðurkenningu á menntun
Nánari upplýsingar um norrænt samstarf um gagnkvæma viðurkenningu á menntun er að finna á vef danska mennta- og rannsóknaráðuneytisins.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.