Atvinnulíf framtíðar

framsidor av rapporter om framtidens arbetsliv
Photographer
NordPub
Norræna rannsóknarverkefnið um atvinnulíf framtíðar mun veita þekkingu á því hvernig atvinnulífið gæti litið út á Norðurlöndum um það bil árið 2030 Hvernig er hægt að þróa norræna líkanið um atvinnulíf svo það geti mætt breytingum framtíðar og umbyltingum í atvinnulífi? Hér má finna lokaskýrslur verkefnisins!

Í þessu umfangsmikla verkefni mun hópur 30 vísindamanna frá öllum Norðurlöndum greina afleiðingar og veita ráð um hvernig norræna líkanið um atvinnulíf getur áfram skipt máli þegar tekist er á við þróunartilhneigingar sem skapa óvissu um hvernig aðstæður launafólks og réttindi verða eftir 10 til 20 ár.

Breytt starfsumhverfi og stafræn væðing

Starfið er skipulagt gegnum undirverkefni sem greina málefni eins og stafræna væðingu hefðbundinna starfa, fjölgun sjálfstætt starfandi verkefnaráðins fólks og nýjar leiðir varðandi sveigjanlega ráðningarsamninga, tilkomu nýrra þjónustuaðila og -vettvanga. Einnig verður undirverkefni þar sem afleiðingar fyrir vinnuumhverfi og vinnurétt eru skoðaðar sérstaklega.

Hver eru áhrif helstu tilhneiginga?

Fyrsta áfangaskýrslan kom í í nóvember 2018 og er titill hennar „The Nordic Future of Work – Drivers, Institutions, Politics“. Hér eru greindir fjórir áhrifavaldar og tilhneigingar sem munu leiða til breytinga á vinnumarkaði. Þetta eru alþjóðavæðing og breytingar í tækni, lýðþróun og loftslag.

Aðlaga velferðarkerfið

Og strax í þessari fyrstu áfangaskýrslu eru greindar nokkrar forsendur fyrir því að norrænu löndunum heppnist að takast á við umskiptin til atvinnulífs framtíðar, svo sem úrræði á sviði starfsmenntunar og framhaldsmenntunar, aðlögun velferðarúrræða fyrir þá sem falla utan norræna launþegalíkansins og tryggja samtök aðila og þríhliða samstarf á tímum þar sem bæði hlutverk launafólks og atvinnurekenda eru óskýrari en áður. Þessar forsendur og fleiri verða notaðar áfram í undirverkefnunum.

Framlag Norðurlanda til ILO

Verkefnið um atvinnulíf framtíðar er einnig norrænt framlag til 100 ára afmælishátíðar ILO (Alþjóðavinnumálastofnunarinnar) árið 2019. Norræna afmælishátíðin fór fram í Reykjavík í apríl 2019 og fólst í norrænni Future of Work ráðstefnu þar sem áhersla var lögð á að kynna þær niðurstöður verkefnisins sem þegar liggja fyrir.