Bak við tjöldin á norræna módelinu

Norðurlöndin hafa um langt skeið skipst á upplýsingum og þekkingu í því skyni að samþætta og bæta samfélag okkar og lífshætti. Við erum sannfærð um að við þurfum að vinna saman til þess að auka samkeppnishæfni okkar og áhrif í alþjóðasamfélaginu. The State of the Nordic Region gagnast vel til að ná þessu markmiði.

Norðurlöndin samanlagt eru 12. stærsta hagkerfi heims, fólki fjölgar þar hraðar en að meðaltali í Evrópusambandinu, vinnumarkaðurinn hefur hlotið alþjóðlegt lof og velferðarkerfið hefur reynst vel bæði þegar vel gengur og illa árar. Löndin, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum mynda risasvæði sem samanstendur af afar mismununandi svæðum, bæði landfræðilega og með tilliti til stjórnsýslu. The State of the Nordic Region rannsakar og lýsir þessu á framúrskarandi hátt.

Norðurlöndin verma iðulega efstu sæti þegar Sameinuðu þjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir raða upp þjóðum eftir allskyns breytum. Og þrátt fyrir einhverjar hindranir á veginum þá erum við líka talin meðal þeirra sem best eru í stakk búin til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Dagskrá 2030.

En hvernig lítur myndin að baki hagtölunum út og hvernig eru samskiptin á hinum margbreytilegu svæðum sem er að finna á Norðurlöndum, bæði innri samskipti og þvert á landamæri? Þessarar spurningar er spurt í State of the Nordic Region 2018 sem veitir einstaka sýn á bak við tjöldin á mesta samþætta svæði heimsins.

Norðurlöndin verma iðulega efstu sæti þegar Sameinuðu þjóðirnar eða aðrar alþjóðlegar stofnanir raða upp þjóðum eftir allskyns breytum. Og þrátt fyrir einhverjar hindranir á veginum þá erum við líka talin meðal þeirra sem best eru í stakk búin til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Dagskrá 2030.

Norræna ráðherranefndin hefur lagt fram tölfræðilegar upplýsingar um Norðurlönd í meira en 50 ár til dæmis í Nordic Statistical Yearbook og Nordregio, fræðastofnun okkar í skipulags- og byggðamálumhafa, hefur gefið út svæðisbundnar tölfræðilegar upplýsingar síðan á níunda áratugnum.  Nú gefum við enn í með nýju greiningarssviði á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, ásamt endurskipulögðu tölfræðisviði. Og nýútkomin útgáfa State of the Nordic Region, sem áður var eingöngu unnið af Nordregio, er nú sameiginleg útgáfa alls samstarfsnets Norrænu ráðherranefndarinnar.

The State of the Nordic Region 2018 er gullnáma fróðleiks fyrir yfirvöld í sveitarfélögum, sýslum og á landsvísu á öllum Norðurlöndum.

Með því að kortleggja og skjalfesta upplýsingar um stöðu Norðurlanda hefur Nordregio gegnum árin byggt traustan grunn upplýsinga um þróun svæðisins sem myndar góðan grundvöll undir vandaða stefnumótun.

The State of the Nordic Region 2018 er gullnáma fróðleiks fyrir yfirvöld í sveitarfélögum, sýslum og á landsvísu á öllum Norðurlöndum. Skýrslan er einnig fjársjóður upplýsinga fyrir almenning á Norðurlöndum og nauðsynlegt lesefni fyrir alþjóðlega aðila sem vilja fræðast um Norðurlönd og Norðurlandabúa og jafnvel læra af norræna módelinu og því hvernig það er útfært á mismunandi svæðum.  Ég vona að hinar mörgu áhugaverðu staðreyndir, tölur og sögur sem birtast í þessari glæsilegu skýrslu muni fá stóran lesendahóp og ná vítt og breitt, eins og norrænar þjóðar virðast einnig vera að gera.

Tengiliður