Upptökur af útsendingum frá þingvikunni 2020

Video
Photographer
Søren Sigfusson/norden.org
Hér er hægt að sjá útsendingar frá opna umræðufundinum „COVID-19 í norrænu og alþjóðlegu ljósi“ og verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 2020.

Ef þú vilt horfa á upptökuna frá umræðufundinum á finnsku, skandinavísku eða ensku er hægt að skipta um tungumál efst á síðunni.

COVID- 19 í norrænu og alþjóðlegu ljósi

Hvaða áhrif hefur faraldurinn haft á norrænt samstarf og hvað getum við gert til að tryggja öflugra samstarf næst þegar á reynir? Og hvernig lítur þetta út í alþjóðlegu ljósi. Horfið á umræður frá 27. október hér fyrir neðan.

Þátttakendur: António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráð og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti þess, ásamt norrænu forsætisráðherrunum og oddvitum landsstjórnanna, þeim Mette Frederiksen, Sönnu Marin, Stefan Löfven, Ernu Solberg, Katrínu Jakobsdóttur, Kim Kielsen, Bárði á Steig Nielsen og Veronicu Thörnroos.

Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs 2020

Hér er hægt að horfa á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs frá 27. október: