Blogg: Norrænn almenningur hefur tjáð sig: Samstarf Norðurlandanna er dýrmætt samstarf

Norðurlandabúar telja norrænt samstarf vera dýrmætt í tvenns konar skilningi: Í fyrsta lagi er það fjöldi manns sem telur samstarfið mikilvægt. Í öðru lagi eru sameiginleg gildi okkar mikilvægasti grundvöllur samstarfsins. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem gerð var að tilstuðlan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs.

Generalsekretærens blogg

Dagfinn Høybråten, Secretary General  

Það er afar mikilvægt fyrir okkur hjá Norrænu ráðherranefndinni að vita hvernig almenningur lítur á norrænt samstarf. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar annað veifið, sú síðasta fyrir rúmum áratug. Síðan hefur margt borið til tíðinda í heiminum. Því töldum við tímabært að kanna á ný viðhorf fólks í garð norrænnar samvinnu. Nú í haust voru rúmlega þrjú þúsund einstaklingar hvarvetna á Norðurlöndum inntir álits á Norðurlöndum og norrænu samstarfi. Niðurstöðurnar eru teknar saman í skýrslunni „Dýrmætt samstarf“.

Sú helsta er sú að Norðurlandabúar telja norrænt samstarf mikilvægt. Rúmlega 90 af hundraði telja samstarfið mikilvægt eða afar mikilvægt, þar af telja 59 af hundraði samstarfið afar mikilvægt.

Fólk á Norðurlöndum vill að við störfum meira saman. 68 af hundraði vilja meira norrænt samstarf. Fleiri vilja auka norrænt samstarf en fyrir tíu árum. Þegar spurt var árið 2006 vildu 62 af hundraði meira samstarf. Sú tala er nú komin upp í 68 af hundraði.

Tveir þriðjungar telja þróun alþjóðamála á undanförnum árum auka mikilvægi norrænnar samvinnu. Sennilega ber að skoða þessar tölur í ljósi stórra tíðinda í heimsmálum undanfarið. Bretar eru á leið úr ESB, Bandaríkjamenn eru uppteknir af eigin hagsmunum og margir eru uggandi yfir þróun mála í Rússlandi.

Sú helsta er sú að Norðurlandabúar telja norrænt samstarf mikilvægt. Rúmlega 90 af hundraði telja samstarfið mikilvægt eða afar mikilvægt, þar af telja 59 af hundraði samstarfið afar mikilvægt.

Dagfinn Høybråten

Spurt var hvers vegna norrænu löndin ættu að starfa saman. Flestir töldu sameiginleg gildi þjóðanna vera helstu ástæðuna. Einnig var vísað í hvað samfélagsgerðir landanna eru svipaðar. Spurt var hvað væru dæmigerð norræn gildi að mati manna. Nefnt var tjáningarfrelsið, að allir einstaklingar njóta sömu réttinda og eru jafn mikils virði, en einnig gagnsæ og lýðræðisleg ferli.

Það er eftirtektarvert að almenningur telur varnar- og öryggismál vera brýnustu samstarfssviðin. Þar hefur orðið breyting á frá því á árinu 2008. Þá þótti skipta mestu máli að berjast gegn glæpastarfsemi yfir landamæri.

Norðurlandabúar virðast vera á þeirri skoðun að þrengt sé að fyrrnefndum gildum, tjáningarfrelsi, manngildi og lýðræði og því þurfi að auka norrænt samstarf til að standa vörð um þau. Þegar heimurinn virðist æ hverfulli og óöruggari leitar fólk í öryggi. Þar eru nágrannarnir næstir og þeim er hægt að treysta.

Ég er sérlega ánægður með að fólk styður starf okkar að Norðurlöndum án landamæra. Stærsti kostur norrænnar samvinnu að áliti aðspurðra er sá hve auðvelt er að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er á Norðurlöndum. Þegar spurt var hvað skipti mestu máli í daglegu lífi fólks svöruðu flestir að það væri að geta flust búferlum og starfað frjálst á Norðurlöndum. Þar á eftir var bent á frjálsar ferðir milli landa án landamæraeftirlits.

Það er gott að eiga heima á Norðurlöndum. Ef Norðurlönd væru eitt land myndi það hreppa efsta sæti í alþjóðlegum samanburði, segir í skýrslunni „Er Norden best i verden (Eru Norðurlönd best í heimi)“. Við erum meðal hamingjusömustu og auðugustu þjóða í heimi. Við njótum góðs af því að við treystum hvert öðru, hið mikla traust er okkar norræna gull . Við verðum að leggja okkur fram um að áfram verði gott að eiga heima á Norðurlöndum. Saman erum við sterkari. Við verður að hjálpast að til þess að þetta takist. Við verðum að vinna saman. Norrænn almenningur telur norrænt samstarf vera afar dýrmætt – og hann vill aukið samstarf. Nú er það okkar sem störfum norrænt að standa vörð um Norðurlandasamstarfið og auka gildi þess.

Tengiliður