Blogg: Norrænt samstarf um heilbrigðisviðbúnað

Nýtt samkomulag um heilbrigðisviðbúnað tryggir betri samvinnu milli Norðurlandanna þegar stórslys eða hamfarir verða.

Generalsekretærens blogg

Dagfinn Høybråten, general secretary

Svalbarði er norskur eyjaklasi aðeins 1200 kílómetra frá Norðurpólnum. Longyearbyen á eyjunni Spitsbergen er miðstöð stjórnsýslu á Svalbarða. Þar eru um 2100 íbúar og þetta er eitt nyrsta byggðarlag heimsins.

Hvers vegna er ég að nefna Svalbarða? Það er vegna þess að Svalbarðahópurinn sem er norræni heilbrigðisviðbúnaðarhópurinn dregur einmitt nafn sitt af Svalbarða. Þessi hópur fer með norrænt samstarf um heilbrigðisviðbúnað á grundvelli þjóðréttarlegs norræns samnings um heilbrigðisviðbúnað. Markmið hópsins er að Norðurlöndin veiti hvert öðru stuðning eftir þörfum og skiptist á upplýsingum og þekkingu á heilbrigðistengdum og félagslegum úrræðum í tengslum við skipulagningu viðbúnaðar og hættustjórnun, til þess að þau séu betur í stakk búin til þess að bregðast við neyðaraðstæðum og hamförum. Hópurinn hélt fyrsta fund sinn á Svalbarða og sækir þess vegna nafn sitt þangað.

Norræni heilbrigðisviðbúnaðarhópurinn hefur nú fengið nýtt starfsumboð og einnig nýjan stefnumótandi ramma fyrir vinnu sína næstu tíu ár.

Það er nýmæli að félagsleg úrræði í tengslum við skipulagningu viðbúnaðar og hættustjórnun er nú liður í starfsumboðinu. En þessi þáttur skiptir verulegu máli þegar upp kemur stórslys eða hættuástand.  Um leið hefur heilbrigðisviðbúnaðarhópurinn samþykkt nýjan stefnumótandi ramma þar sem aukin áhersla er lögð á norrænt samstarf.  Svalbarðahópurinn á samkvæmt hinum nýja stefnumótandi ramma að stuðla að því að tryggja skilvirka hættustjórnun á sviði heilbrigðisþjónustu og félagsmála á Norðurlöndum. Það á að gerast gegnum skilvirka samvinnu sem einkennist af tilliti sveigjanleika og gagnkvæma menntun. Svalbarðahópurinn á að styrkja og líta til svæða með sameiginlega norræna hagsmuni til þess að auka alþjóðleg áhrif. Hópurinn á einnig að tryggja góða samvinnu milli heibrigðisþjónustu og félagslega kerfisins þegar um er að ræða hættustjórnun.

Árleg heilbrigðisviðbúnaðarráðstefna sem haldin er til skiptis í norrænu ríkjunum skiptir miklu máli fyrir Svalbarðahópinn. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir þau stjórnvöld á Norðurlöndum sem fara með heilbrigðisviðbúnað frá degi til dags. Ráðstefnan er nýtt til þess að skiptast á reynslu og upplýsingum um slys og hamfarir og til þess að mynda samstarfsnet milli þeirra sem vinna að heilbrigðisviðbúnaði í löndunum. Þetta á að vera framlag til þess að tryggja góðar samskiptaleiðir milli landanna ef upp koma hamfarir eða slys þar sem þörf er á aðstoð milli landanna. Það á til dæmis við um slys á landamærasvæðum milli landanna þar sem það getur ráðið úrslitum að hægt sé að nýta mannauð milli landa.

Hin árlega heilbrigðisviðbúnaðarráðstefna verður að þessu sinni haldin á Svalbarða og verða Norðmenn sem fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni gestgjafar.

Í ljósi þess að þema ráðstefnunnar er viðbúnaður á norðurslóðum og norrænt samstarf um skaða vegna bruna verður að segjast að Svalbarði hlýtur að vera tilvalinn staður til ráðstefnuhaldsins. Við þau sérstöku loftslags- og náttúruskilyrði sem eru á Svalbarða þar sem eru fleiri hvítabirnir en heimilisfast fólk setur það málin í sérstakt samhengi að skiptast á upplýsingum og hlýða bæði á reynslusögur og erindi um það hvernig maður virkjar heilbrigðisviðbúnað þegar duttlungar náttúrunnar geta bæði aukið hættuna á því að slys verði og um leið gert björgunarstarfið meira krefjandi og erfiðara.

Flóðbylgjan á Grænlandi var því miður gott dæmi einmitt um þetta. Grænland varð 17. júní 2017 fyrir flóðbylgju í Karratsfirði í Uummannaq-héraðinu á vesturströndinni. Flóðbylgjan olli stórflóðum og umfangsmiklu manntjóni og eignatjóni. Fjórar manneskjur hurfu. Í tengslum við björgunastarfið óskuðu samstarfsráðherrar Norðurlandanna eftir því við Svalbarðahópinn að skoðaðir yrðu möguleikar á því sú aðstoð sem Grænland þyrfti á að halda gæti staðið til boða.

Á ráðstefnunni var gerð grein fyrir hinu erfiða björgunarstarfi sem unnið var meðan á hamförunum stóð en einnig fyrir þeirri vinnu sem eftir stendur þegar byggja þarf upp nýja tilveru fyrir allt það fólk sem varð fyrir hamförunum.

Annað mikilvægt svið sem var tekið upp á hinni árlegu ráðstefnu voru skaðar vegna bruna og norrænt samstarf í tengslum við þá. Svalbarðahópurinn ákvað að styðja vinnu að því að þróa norrænt samkomulag um meðferð skaða vegna bruna til þess að nýta sem best samanlagða getu á Norðurlöndum ef upp kemur alvarlegt brunaslys á Norðurlöndum. Fyrsti fundur norrænu ríkjanna um mótun samkomulagsins hefur þegar verið haldinn í Noregi.

Norræna ráðherranefndin hefur veitt 100.000 dönskum krónum í það verkefni að koma upp skrá og sameiginlegum forgangsröðunaraðferðum þegar taka þarf á þess háttar atvikum.  Þetta samkomulag sem nú er í fæðingu er gott og afar skýrt dæmi um það gagn norrænt samstarf Svalparðahópsins gerir og mikilvægi þess að við fáum nýjan stefnumótandi ramma fyrir vinnunna við norrænan heilbrigðisviðbúnað. Ég er afar ánægður með það.