Blogg: Samþættasta svæði í heimi

Það skiptir máli fyrir íbúa Norðurlanda að geta á einfaldan hátt flutt sig yfir landamæri, hvort sem er vegna náms, starfa eða atvinnureksturs.

Generalsekretærens blogg

Dagfinn Høybråten, Secretary General

Í skýrslunni „Ett värdefullt samarbete“ kemur fram að 53 prósent fólks á aldrinum 16 til 30 ára metur hreyfanleikann sem mikilvægasta kost norræns samstarfs.

Þess vegna skipta norrænar lausnir sem styðja við hreyfanleikann svo miklu máli. Norrænu forsætisráðherrarnir hafa lýst því yfir að Norðurlöndin eigi að vera samþættasta svæði í heimi. Í þessu tilliti gegnir Nordplus mikilvægu hlutverki.

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði símenntunar. Áætlunin byggir á traustum grunni og felst í virku samstarfi milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Norræna ráðherranefndin og Eystrasaltsríkin kynna nú nýja áætlun fyrir Nordplus til fimm ára eða frá 2018 til 2022.

Nordplus leitar víða fanga og styður verkefni, samstarfsnet og skiptiáætlanir. Á hverju ári fara um 7000 nemendur og um 1500 kennarar í skiptidvöl í öðru ríki Norðurlanda eða Eystrasaltsríkjanna. Samtals taka um 2800 menntastofnanir og samtök þátt í verkefnum á vegum Nordplus ár hvert.

Skýrslan Tillit – det nordiska guldet var nýlega unnin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Skýrslan sýnir fram á að samfélagslegt traust er meðal mikilvægustu auðlinda hvers samfélags. Það er auk þess skilyrði fyrir góðri samvinnu milli landa.

Nordplus er eitt stærsta verkefni ráðherranefndarinnar til stuðnings samskipta þjóðanna. Almenningur, sérfræðingar og atvinnulífið geta tekið þátt í samstarfsnetum og –verkefnum á sviði menntunar, sé skilyrðum varðandi markmið verkefna og reglur um opinbera styrki fullnægt. Þannig er Nordplus liður í því að byggja upp traust á Norðurlöndum og milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.

Gæði eru það skilyrði sem mestu skiptir þegar kemur að styrkveitingu frá Nordplus. Engin pólitísk forgangsröðun gildir varðandi styrkveitingar í þessu verkefni.

Á formennskuári Norðmanna í ráðherranefndinni 2017 hefur verið lögð áhersla á umskipti á Norðurlöndum. Bara í ár hefur Nordplus veitt meira en 6 milljónir danskra króna til málefna á sviði loftslagsmála, umhverfismála og grænna umskipta og 2 milljónir til stafrænnar væðingar og nýrrar tækni. Auk þess hefur Nordplus veitt um 9 milljónir danskra króna til verkefna á sviði aðlögunar.

Þetta gerir samtals um 17 milljónir króna til verkefna sem styðja pólitíska forgangsröðun ráðherranefndarinnar á þessum sviðum árið 2017.

Sum verkefnin eru lítil og standa stutt, önnur eru umfangsmeiri. Sem dæmi má nefna Sibelius-samstarfsnetinu en að þv´ikoma taka tónlistarháskólar frá öllum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Í öðrum tilvikum er um að ræða tvo kennara og tvo bekki í skólum sem vinna saman að sameiginlegum áhugamálum, til dæmis samstarf Rysensteen Gymnasium í Kaupmannahöfn og Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík. Þessi samskipti nemenda og kennara eiga það sameiginlega að opna augu þátttakenda bæði gagnvart sér sjálfum og hinum. Það hleypir nýrri hugsun og þrótti í fræðilega vinnu og kennslu.

Það eykur áhuga og þar með þekkingu og skilning að mæta menningu annarra landa og heyra önnur tungumál. Sjónvarpsþættirnir SKAM hafa orðið til þess að ungt fólk og jafnvel fullorðnir um öll Norðurlönd er farið að sletta norsku slangri. Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Dana, gekk svo langt að halda því fram að SKAM fæli í sér nýja viðurkenningu á norrænum málskilningi.

Við verðum að vera heiðarleg með það að SKAM vakti fyrst og fremst áhuga á mjög takmörkuðum hluta norska orðaforðans. En vinsældir SKAM hafa vonandi einnig haft þau áhrif að margir Norðurlandabúar eru orðnir jákvæðari í garð tungumála nágrannaþjóðarinnar og nágrannalandsins Noregs.

Margar undiráætlanir heyra til Nordplus. Ein þeirra tekur til norrænna tungumála. Breytingar á nýju gildistímabili voru gerðar vegna eindreginna óska þeirra sem nota Nordplus. Ráðherranefndin bindur vonir við að Nordplusáætlunin verði nú enn betur í stakk búin til að styrkja verkefni sem fjalla um undirstöðutungumál norrænna samfélaga og um málskilning milli skandínavísku tungumálanna.

Miðlun þekkingar og reynslu skiptir miklu máli í norrænni samvinnu. Fólk sem hefur áhuga á að leita sér hugmynda að norrænu samstarfi eða samstarfi milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eða vill kynna sér hvernig samstarf hefur farið fram milli landanna, vil ég hvetja til að lesa greinar um hin ýmsu Nordplus-verkefni: